Hækkun úr 15.5 % í 18%. Hvað er í gangi ?

Stýrivextir á Íslandi eru hriklega háir. Þar til fyrir nokkrum dögum.... ca 9 dögum voru stýrivextir 15,5 %. Þá kom lækkun um nokkur prósent eða niður í 12%.

Það ástand stóð í nokkra daga í litlum sem engum viðskiptum. Raunhækkun nú í 18% er því 2,5 prósent en ekki helmingshækkun eins og fjölmiðlar tala. Að hækkunin úr 12% er því blekking því vextir voru 15,5% þar til nokkrum dögum áður þegar Davíð lækkaði þá niður í 12%.

Maður veltir fyrir sér hvaða hráskinnaleikur var í gangi þegar Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Áhugaverð samsæriskenning er að Davíð hafi vitað af kröfu alþjóðagjaldeyrissjóðins um hækkun í 18% og þá hafi hann gripið til sýndarmennskulækkunar til að gera þá aðgerð stórkallalega og óvinsæla.

Hvað veit maður... ég treysti í að minnsta ekki Davíð og Seðlabankastjórninni fyrir horn. Væri ekki ráð að setja þarna fólk sem maður getur treyst og þorir að treysta.


mbl.is Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hefur þú eihvern hitt sem treystir SÍ ?

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

EINHVERN

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Gunnar Níelsson

Jón minn hverjum getur maður treyst  af þessu "frábæru"  valdhöfum í dag ? Trúir einhver því að þessar aðgerðir í dag nái að vekja traust á gjaldmiðli okkar ?  "Snillingarnir" okkar tala um tímabundna aðgerð, svo kemur á lægri nótum vonandi !  Hvað ef þessi aðgerð hefur ekki tilætlaðan árangur ? Hvað þá ??????

Við s.s stólum á VONANDI ! 

Gunnar Níelsson, 28.10.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta er nú meira leikritið. En það er rétt það er alveg sama hvort Davíð er að gera rétt eða rangt, þjóðin treystir honum ekki og þar með ekki Seðlabanka Íslands. Það er algert ábyrgðarleysi að tefla manni fram á viðkvæmum tímum sem menn treysta ekki fyrir horn og virðingarleysi gagnvart þjóðinni. Stjórnmálamenn er hægt að kjósa frá en ekki Seðlabankastjóra, ef kjörnum fulltrúum er ekki treystandi til að koma málefnum Seðlabanka Íslands í það horf að þjóðin treysti stofnuninni hvernig í ósköpunum ættu aðrar þjóðir að gera það? Ég bara spyr.

Lára Stefánsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:19

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lára og Gunnar.... það sem vantar í þjóðfélagið okkar er traust. Það vantar í bankaviðskipti heimsins og það vantar á Íslandi líka. Það er vandi stjórnvalda að byggja það traust upp að nýju en það næst ekki nema menn þori og geti látið menn axla ábyrgð og hleypa að mönnum sem fólk treystir og hefur menntun og þekkingu til að fást við vandann.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2008 kl. 13:26

6 identicon


Stebbi Fr. og Steingrímur Jóhann (+do) eru sammála um að ekki hefði verið nauðsynlegt að óska eftir aðstoðar IME. 17.jan: http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/417038/#comments

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Ja hérna, nú er fokið í öll skjól og engum treystandi Ekki kæmi mér á óvart þó bresti á stórflótti því ansi margir sjá ekki fram á að ástandið batni á næstu árum, kannski best að flýja fyrr en seinna því þessir andskotar sem sitja við stjórnvölinn gætu látið sér detta í hug að setja okkur í farbann, og hver á þá að moka skítinn undan þeim, þeir eru örugglega búnir að hugsa fyrir því

Ólafur Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sæll Jón, sérð þú einhvern sem situr í stjórn landsins sem er treystandi??? Ég sé ekki að þetta fólk sem nú situr við völd hafi kunnáttu eða vilja til að taka á vandanum.

Ólafur Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Bananalýðveldi, það er ekkert öðruvísi og hefur verið lengi. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband