Framsókn og Sjálfstæðisflokki refsað.

Ísland á í vanda. Efnhags og fjármálastefnan hafa beðið skipbrot. Kjósendur muna hverjir það voru sem settu þjóðina í þennan farveg. Stefnan sem nú hefur beðið algjört skipbrot bæði hér og á heimsvísu, nýfrjálshyggjan, var innleidd í tólf ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það voru ákvarðanir þeirra flokka sem leiddu til einkavæðingar bankanna, niðurfellingar bindiskyldu þeirra í framhaldinu. Einkavæðin og auðhyggja var það sem sú ríkisstjórn innleiddi og íslendingar tóku þátt í hrunadansinum af innlifun. Þjóðin kvittaði upp á auðkýfingastefnu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í tólf ár.... því megum við ekki gleyma.

Ofurjéppar, flatskjáir, 500 fermetra einbýlishús, ódýrt, ótakmarkað lánsfé, einkaþotur, óðaneysla... allt of margir voru tilbúnir að nýta sér misstök þáverandi stjórnarflokka við efnahagsstefnuna  og fjármálastjórnina.

Það er ekki hægt að standa á torgum og benda á einn mann... miklu fleiri bera ábyrgð enda eru veikindi veislugesta eftir stórveislur ekki eingöngu á ábyrgð gestgjafans.... hann át ekki yfir gestina...þeir gerðu það sjálfir og bera þar af leiðandi ábyrgð líka.

Þessi könnun endurspeglar nokkuð stöðuna. Kjósendur kenna Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um hremmingarnar sem er vissulega staðreyndin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst innleitt nýfrjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag og Framsóknarflokkurinn studdi það með ráðum og dáð. Framsókn var refsað grimmilega í síðustu kosningum og fá enn frekari skell nú. ´

Þó svo formaður flokksins virðist hafa gleymt öllu muna kjósendur vel.

Sjálfstæðisflokkurinn er eigandi þessarar stefnu, þ.e. nýfrjálshyggjuarmur flokksins undir stjórn Davíðs Oddssonar og í þessari könnun er honum refsað fyrir það og að halda upp vörnum fyrir fyrrum oddvita sinn í Seðlabankanum.

Ananrs er lítil þátttaka í þessari könnun og því er gildi hennar minna en ella. Mjög margir eru óákveðnir og margir ætla ekki að kjósa. Fylgi ríkisstjórnarninnar hlaut að fara niður .... það kemur ekki á óvart við þessar aðstæður.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sjálfstæðisflokkurinn er eigandi þessarar stefnu, þ.e. nýfrjálshyggjuarmur flokksins undir stjórn Davíðs Oddssonar og í þessari könnun er honum refsað fyrir það og að halda upp vörnum fyrir fyrrum oddvita sinn í Seðlabankanum.

er þetta ekki innsláttarvilla Jón ? Á ekki Geir Haarde að standa þarna ?

Annars nokkuð sammála þér í þessum pistli.  Ég skila sennilega auðu næst..  

Óskar Þorkelsson, 26.10.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei.... Davíð er höfundurinn.... Geir er verkamaður Davíðs... var... kannski ekki alveg laus allra mála.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Hálfdan Helgason

Djö....... sjálfur - ég er sekur! Tók þátt í hrunadansi nýfrjálshyggjunnar! Og hrífst ég þó ekki af þeirri vitleysu. Björgólfur segir í viðtali við Agnesi í Morgunblaðinu: "Jeppar voru keyptir í hundraða vís, sumarhús sömuleiðis og hjólhýsi svo dæmi séu nefnd AÐ NÚ EKKI SÉ TALAÐ UM ALLA FLATSKJÁINA . . . ."  Fyrir tveimur árum - var ekki annars hrunadansinn hafinn þá? - gafst gamla sjónvarpstækið mitt upp svo ég varð að endurnýja og - "believe it not" (eins og Darling sagði) - ég fúlsaði við venjulegu túputæki og keypti mér 32" flatan skjá. FLATSKJÁ! Ég bið þjóðina afsökunar á þessu bruðli mínu.

Hálfdan Helgason, 26.10.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband