Lygamörður afhjúpaður ?

Þá er breska pressan að vakna. Það er kominn tími til. Ef til vill eigum við og Kaupþing banki milljarða kröfur á hendur bretum.

Þeir félagar Brown og Darling verða vonandi afhjúpaðir á næstu dögum og samúðin færist áf breskum stjórnvöldum yfir á þau íslensku.

Undirskrifalistinn á netinu hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim og í morgun skrifaði Flickr vinkona mín mér frá Bandaríkjunum og sagðist hafa skrifað á hann og sent linkinn áfram til vina sinna og kunningja með ósk um að þeir skrifuðu og sendu hann síðan áfram.

Frábært framtak og afar lofsvert.

http://www.indefence.is/


mbl.is Fullyrðingar Darlings dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski þessi listi eigi eftir að hjálpa upp á mannorðið..

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 11:28

2 identicon

Vinur okkar Stefán Friðrik segir: "Nú skiptir máli að rekja málið á upphafsreit og vita hvor kratinn segir ósatt." Ég sá ástæðu til að hrista strákinn til en veit ekki hvort hann birtir það.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Núna fara hjólin að snúast okkur í hag, annað þorskastríð fer að vinnast, ætla Bretar aldrei að læra það að þeir geta ekki unnið okkur í stríði

Sævar Einarsson, 24.10.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst svona frekar að STebbi Fr sé dálítið í Rangars Reykáss gírnum. Ég veit ekki alveg í hvaða liði hann er....því íslenska eða breska.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.10.2008 kl. 12:01

5 identicon

Þetta er nú nokkuð amerísk afstaða hjá þér Jón Ingi. Að efast um heilindi íslensk ráðherra sé landráð gegn Íslandi. :)

Henrý (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég veit ekki hvort þið eruð blindir, Jón og Gísli, en ég hef skrifað mjög harðort um Bretana. Það er því alveg óþarfi að snúa málinu svona við og reyna að snúa því í afneitun. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að spyrja um septemberfundinn og hvað var sagt á honum, enda notar Darling hann margítrekað til að verja eigin stöðu. Mér finnst frekar furðulegt að tala um lið í þessu samhengi. Ég vil fá það rétta fram og hef hvergi óskað eftir neinu öðru. Mjög margt er bogið í þessu máli. En auðvitað eru Bretarnir durtar. Hef margoft skrifað um það. Finnst það frekar aumt hjá ykkur ef þið Samfylkingarfélagar ætlið að gera lítið úr þeim skrifum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.10.2008 kl. 14:40

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Stebbi...ekki blindir. Þess vegna sjáum við að þú bloggar ekki um yfirlýsingu Björgvins.... af hverju ?

Jón Ingi Cæsarsson, 24.10.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband