Ætti ekki að koma á óvart.

Við sem erum félagshyggjufólk og aðhyllumst blandað hagkerfi höfum alla tíð verið efins um boðskap nýfrjálshyggjunnar og áherslur þeirra á brotthvarf ríkisvalds fram flestum rekstri. Jafnaðarmenn hafa alla tíð verið á þeirri línu þó svo sumir þeirra hafi aðeins látið frjálshyggjuhugsunina trufla sér sýn.

Hér á Íslandi hafa nýfrjálshyggjupostular ráðið för frá því 1995. Hægri öflin höfðu yfirhöndina í Sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson í broddi fylkingar. Honum fylgdi svo leiðtogi Framsóknarflokksins í blindni og tókst með því að rústa flokknum á þessum tólf árum.

Á árunum frá 1995 hafa flest fyrirtæki í eigu ríkissins verið hlutafélagavædd og sum einkavædd. Stærstu einkavæðingarnar voru sala ríkisbankanna og sala símans... og grunnnetsins. Margir hafa haft um þetta efasemdir, en þjóðin vildi þetta og trúði draumaprinsanna.

Ég hef um nokkuð skeið reynt að andæfa hugmyndum um einkavæðingu póstþjónustunnar sem ýmir frjálshyggupésar í Sjálfstæðisflokknum hafa haft á efnisskránni hjá sér. Slíkt ætti að vera endanlega úr sögunni nú enda vildi ég ekki hugsa þá hugsun til enda að þessir postular hefðu haft sitt fram þegar þessi umræða byrjaði.

Mín skoðun er að ríkið eigi að hafa puttana í rekstri sem snýr að þjóðarhag og hagsmunum þjóðarinnar. Það á ekki að afhenda það ævintýramönnum til þess að leika sér með. Ég var mjög hræddur þegar stjórnmálamenn ákváðu að selja grunnnet símans.

Ég er ekki ríkisforsjármaður. En ég vil ekki að menn leiki sér að fjöreggjum þjóðarinnar. Einkavæðing bankanna var ílla ígrunduð og óábyrg. Þeir stjórnmálamenn sem að því stóðu verða að axla ábyrgð og svara fyrir það.

Umboð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var endurnýjað 1999 og 2003. Þá vissi þjóðin hvert sú stjórn stefndi. Ábyrgð kjósenda er því mikil eins og annarra í þessu þjóðfélagi.

En það sem skiptir máli núna er að koma okkur út úr þessum brimskafli og að því loknu skulum við fara í það að gera upp fortíðina til að læra af mistökunum.


mbl.is Ríkið reki banka að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil benda þér á eitt varðandi söluna á grunneti Símans sem þú minnist á. Þó svo að athugasemd þín sé lögmæt þá er raunveruleikinn sá að þetta var í raun prýðileg leið til að "dömpa" úreltri tækni á meðan enn var hægt að fá einhver pening fyrir hana. Ef það skyldi hafa farið framhjá fólki (sem það hefur líklega gert) þá er ekkert verið að leggja nýjan kopar neinsstaðar í uppbyggingu fjarskiptakerfa lengur, heldur eru þau flest á leiðinni yfir á glerþræði (ljósleiðara) eða þráðlausan búnað (GSM, GPS, WiFi, BlueTooth...).

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband