21.10.2008 | 12:44
Nýfrjálshyggjan á Íslandi í umboði kjósenda.
Ághugaverð frétt þetta.
Hvenær og á hvers vegum hefur þessi hugmyndafræði náð fótfestu á Íslandi ? Ég man aftur til þess tíma þegar ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, Viðeyjarstjórnin var við völd, þ.e. á árunum 1991 - 1995 var áhugi að einkavæðingu ríkisfyrirtækja vakinn. Alþýðuflokkurinn stóð gegn því að t.d. Póstur og sími væri gerður að hlutafélagi á þeim árum.
Það er svo árið eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við valdataumunum að Póstur og sími var gerður að hlutafélagi. Það var árið 1996. Strax árið eftir eru póstur og sími aðskilin og einkavæðingarferlið hefst fyrir alvöru með Símann. Undirbúningur einkavæðingar ríkisbankanna fer síðan á fullt fljótlega eftir þetta og árið 2003 eru tveir þeirra seldir í hendur einkavina og flokksgæðinga innan helmingaskiptaflokkanna.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd í 12 ár og allan þann tíma var yfirlýst markmið að einkavæða ríkiseignir og það sem verra var... standa illa að sölu þeirra og taka með því gríðarlega áhættu.
Þjóðin getur í sjálfu sér ekkert sagt við þessu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fékk endurnýjað umboð til setu tvisvar sinnum eftir að þetta og þá ætti flestum að hafa verið orðið ljóst hvaða stefnu þessi ríkisstjórn praktiseraði. Það var kosið 1999 og 2003 og kjósendur veittu þessari stefnu brautargengi og margir urðu til að lofa og prísa þessa einkavæðingu og dugnað útrásarvíkinganna. Þeir sem höfðu efasemdir voru úthrópaðir.
Nú er komið að skuldadögum. Heimatrúboðið er gjaldþrota og kallað er á að menn axli ábyrgð. Það verður að gera en jafnframt verða menn að gera sér grein fyrir því að ábyrgð kjósenda er mikil. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk umboð kjósenda til þeirra verka sem nú hafa leitt okkur í mestu ógöngur. Það eru því margir sem bera ábyrgð og ekki síst við kjósendur sem gerðum þessu stjórnmálaflokkum kleyft að gera það sem þeim sýndist með verðmæti þjóðarinnar.
Er tími frjálshyggjunnar liðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.