Auðvitað er það slæmt Ögmundur.

Ef Ögmundur hefði ráð uppi í ermi sinni sem kæmi í veg fyrir að íslendingar greiði þær skuldbindingar sem óprúttnir fjármálamenn hafa stofnað til,  þá væri það vafalaust vel þegið.

Það væri að vísu ekki gott að Ögmundur kæmi með svipaðar tillögur og Davíð Oddsson.... einfaldlega að segja að við ætlum að svíkja lit og hlaupast frá því sem á okkur hefur verið lagt.

Ögmundur er því miður í sama poppulistamálflutningnum og formaður hans sem bullaði tóma steypu í erlendum fjölmiðlum og óskaði eftir að fá að skuldsetja íslensku þjóðina í Noregi. Síðan kemur Ögmundur og segir að ríkisstjórnin megi ekki skuldbinda komandi kynslóðir en formaður hans Steigrímur J mætti það.... í Noregi...ég bara skil ekki þennan málflutning VG manna sem er óskynsamlegur og ábyrgðarlaus.

Þeir reyndar hafa flest einkenni manna sem eru farnir á taugum. Mér fannst varaformaðurinn þeirra aftur á móti komast ágætlega frá Kastljóssþætti í kvöld.... öfgalaus og sleppir þessum dæmigerðu VG - úlfur-úlfur upphrópunum sem einkenna Ögmund J og Steingrím J.


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvenær skrifaði íslenska þjóðin upp á víxilinn fyrir fjárglæframennina? Við borgum ekki það sem okkur ber ekki að borga og stjórnmálamenn hafa enga heimild til að skuldbinda þjóðina áratugi fram í tímann, vegna glannaskapar fárra manna. Í öðrum löndum væri trúlega búið að hneppa alla útrásarvíkingina í gæsluvarðhald, a.m.k kæmi mér það ekki á óvart.

Gústaf Níelsson, 20.10.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gáfu vinum sínum ríkisbankana og létu þeim eftir sjálfdæmi til skuldsetningar langt út fyrir það sem við þolum.... þannig var það og vonandi verður málið skoðað ofaní kjölinn og við upplýst um hvernig slíkt getur gerst.

Ríksstjórn Íslands var löglega kjörin og ráðherrar þeirra stjórnar tóku engum ráðleggingum og rúlluðu þessum bolta af stað. Auðvitað ekki viljandi en valið á þeim sem fengu þá var flokkspólitískt og flokksvalið að ráðherrum Sjálfstæðisflokks....Davíð Oddsson ... Geir Haarde ... Halldór Ásgrímsson..... Valgerður Sverrisdóttir.... þetta voru aðalleikendur í því leikriti og áttu handritið sem gerði þetta mögulegt fyrir ekki fleiri menn.... á ekki lengri tíma. 

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Gáfu vinum sínum hvað? Þú yrði örugglega steinhissa ef þú vissir að útrásarflónin hafa kostað rekstur Samfylkingarinnar árum saman. Heldur þú að framkvæmdastjóri Sf myndi vilja vera svo vænn að upplýsa þig eða annað flokksfólk um það? Nei auðvitað ekki, en þið eruð svo þæg, að þið spyrjið ekki einu sinni. Mín vegna máttu borga reikninga útrásarinnar, ég ætla ekki að gera það. VIÐ BORGUM EKKI.

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 00:38

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kæri Gústaf.

Frábært svar að benda á að fyrirtæki útrásarmanna hafi styrkt rekstur stjórnmálaflokka og þá megi ekki meira tala um hvernig staðið var að sölu ríkisbankanna.

Nú stöndum við í sömu sporum og áður. Ríkisbankarnir eru komnir aftur heim, bara að þessu sinni með mikla skuldasúpu með og ýmis óleyst vandamál.

Eigum við ekki að brýna fyrir stjórnmálamönnumum okkar að gera nú ekki sömu vitleysuna aftur?

Ef það má ekki vegna þess að Samfylking fékk styrk frá einhverjum (les einhverjum sem átti kannski bara að styrkja vissa stjórnmálaflokka af því hann fékk ríkisbanka gefinn)?

Við skulum vanda okkur núna. Ræða málin æsingslaust og málefnalega og ekki gefa aftur ríkiseigur. Þá eiga börnin okkar kannski möguleika á að borga skuldirnar sem við verðum að undirgangast.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband