Eigandi vill byrja 2012.

    

Áhugaverð umræða um flýtingu álversframkvæmda við Bakka. Ég veit ekki til þess að þeir sem þarna ætla að byggja hafi verið að knýja á um flýtingu. Mér skilst að þeir vinni samkvæmt áætlun sem geri ráð fyrir að hefja vinnslu 2012 og álverið verði komið í full afköst 2015.

Það væri ráð að fjölmiðlar spyrðu væntanlega eigendur og þá sem ætla að byggja hvort þeir séu tilbúnir til að flýta framkvæmdum ef við föllumst á að gang á svig við alþjóðasamninga um umhverfismat og formlega ferla. Það er ég ekki viss um því það er þeim ekki til framdráttar að þeir væru tilbúnir í slíkt.

Annars hefur álverð verið að falla hratt á alþjóðamörkuðum og við vitum ekki hvað það þýðir hjá þessum fyrirtækum varðandi uppbyggingu og áætlanir


mbl.is Ekki framhjá lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er það efnahagsástand í heiminum og sér engan veginn fyrir endan þar á.  Lánsfjármagn er torfengið og dýrt. 

Áliðnaðurinn fer ekkert varhluta af þessu ástandi.  Nýframkvæmdir fara væntanlega í biðstöðu og fyrirtækin reyna að halda sjó- þannig er reynslan undanfarna áratugi, sem við í þessum iðnaði höfum starfað þekkjum svo vel.

Varhugavert er því að einblína á að álversframkvæmdir séu í hendi þó svo við séum tilbúin. Einnig er spurning með lánsfjáröflun okkar sjálfra varðandi virkjanir

Í þessari stöðu eigum við að horfa til allra átta og gera þar mestar kröfur til okkar sjálfra. Erlendir fjárfestar er ekki með neina góðgerðarstarfsemi hér 

Sævar Helgason, 16.10.2008 kl. 13:16

2 identicon

Það er kominn af stað einhver múgsefjun varðandi álverið á Bakka. Hvernig getur það gerst að stjórnarþingmaður komi í pontu og leggi það til að Ísland hundsi EES-skuldbindingar sínar til þess að greiða leiðina fyrir eitt form atvinnureksturs umfram önnur? Hvernig getur það verið að maður sem fer með löggjafarvald í umboði kjósenda sé svona illa að sér um lög og rétt?

Hvar er þessi vilji til þess að ryðja lagasafninu úr vegi þegar kemur að því að greiða götu nýsköpunarfyrirtækja og frumkvölastarfsemi í landinu? Sjá sumir ekkert nema tröllvaxnar stóriðjulausnir?

Fáránleikinn nær svo nýjum hæðum þegar kemur í ljós að þeir sem ætla að standa fyrir framkvæmdunum eru sjálfir ekkert að þrýsta á að þeim verði flýtt. Sennilega gætu þeir ekki einu sinni flýtt framkvæmdum af sinni hálfu þó að þeir vildu vegna efnahagsástandsins í heiminum og almennra fjármögnunarerfiðleika.

Ég tek það fram að ég hallast að því að styðja Bakkaálver með hálfum hug að því gefnu að orkuöflun fyrir það verði með þeim hætti sem hefur verið kynnt. Það kemur alls ekki til greina að virkja í Skjálfandafljóti eða Jökulsá á Fjöllum í þessu skyni.

Bjarki S (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:40

3 identicon

Bjarki segir margt gott...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég skil ekki hvernig álver á Bakka eigi að laga núverandi lausafjár og gjaldeyriskreppu.

Svo má draga þann lærdóm af atburðum síðustu vikna að ekki borgar sig að hafa öll eggin í sömu körfu. Hvað ætlar þjóðin að gera ef álverð hrinur eftir 10 ár?

Sigurður Haukur Gíslason, 16.10.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Eykur ekki álver skuldir þjóðarbúsins?   Það eina góða við auglýsinguna sem birtist í blöðunum í dag að kostnaðurinn við hana rennur alfarið inn í íslenskt efnahagskerfi.

Jón Halldór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband