Sumir í takt - aðrir ekki.

Þessi niðurstaða kemur fæstum á óvart. Samfylkingarkjósendur vilja aðild að ESB, Sjálfstæðismenn síður. Þarna ganga flokkarnir í takt við kjósendur sína. Framsóknarmenn vilja stíga hálf skref og kjósendur þeirra eru þeim nokkuð sammála.

"83% kjósenda Samfylkingar vilja að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag."

En einn flokkur gengur ekki í takt við kjósendur sína. Stór meirihluti kjósenda Vinstri grænna vill aðildarviðræður og allir vita hver afstaða formanns flokksins er í þeim efnum. Að vísu er hann ekki einn um þetta skoðun í forustuliði Grænna heldur er meirihluti þingmanna flokksins frosinn í forpokaðri þjóðernishyggju.

Það væri kannski ráð að Steingrímur og félagar fari að hlusta á óbreytta kjósendur sína. Þeir eru algjörlega úti á túni hvað varðar það viðmið. Annars er líklegt að þeir dagi uppi sem nátttröll eða þeir hreinlega verði settir út því flokksforusta sem gengur úr takti við kjósendur sína ná ekki árangri í kosningum.

Það er sjálfsagt og eðlilegt að stjórnmálamenn kanni möguleika okkar í aðildarumsókn og setja síðan þá niðurstöðu í þjóðaratkvæði, annað er ólýðræðisleg forsjárhyggja gamaldags stjórnmálamanna.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi skoðanakönnun Gallup bendi ég annars á þessa færslu:
Það var meiri áhugi fyrir ESB-aðild og aðildarviðræðum í byrjun árs 2002

Þá vildu 91% aðildarviðræður samkvæmt Gallup, ekki aðeins þjóðaratkvæði um það hvort hefja eigi aðildarviðræður eins og skoðanakönnun Gallup segir að tæp 70% vilji nú.

Og svo snerist allt við ári síðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og hvað með það....

árið 2001 og 2002 var efnahagslægð og menn vildu tryggja áframhaldið með öruggara skjóli. Síðan hefst uppgangur fjármagnaður með erlendu lánsfé og einkavæddir bankarnir töldu þjóðinni trú um að við ættum allt, gætum allt og enginn gæti hróflað við okkur .

Þetta var sýndarveruleiki sem sló á þessa umræðu um nokkurt skeið. Nú ætti mönnum að vera það fullljóst hver staða okkar er og ég við aðeins minna á ummæli forsætisráðherra Írlands sem þakkar það veru þeirra í ESB og Evrópska mynntbandalaginu að þeir sem smáþjóð lentu ekki í því sama og íslendingar nú.

Ég held að þið Sjálfstæðismenn ættuð að draga höfðuðið upp úr sandinum og fara að hugsa um framtíð okkar af ábyrgð.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2008 kl. 13:17

3 identicon

Jón Ingi,

Þú ert semsagt þeirrar skoðunar að þingmenn eigi að ganga á bak sannfæringar sinnar og fara að hlusta eingöngu á skoðanakannanir?  Alveg frábært hvað þið Samfylkingarlið breytið skoðunum ykkar einfaldlega eftir því hvað er "trend" í samfélaginu.

Og það að formaður ykkar skuli notfæra sér hræðslu fólks á þessum tímum til að reyna að ljúga að fólki að ESB sé einhver töfralausn á vandamálum Íslands. Frábært alveg............ 

Björn (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Björn.... hefur eitthvað farið framhjá þér undanfarin ár ?

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2008 kl. 21:12

5 identicon

Jah....... Til dæmis hefur alveg farið fram hjá mér hvað er gott við að ganga í apparat sem hefur ekki fengið bókahald sitt samþykkt af endurskoðendum í 13 á samfleytt og segja þeir " Að óljóst sé hvert 93% fjármagnsins hefur farið". Einnig hef ég átt mjög erfitt mrð að skilja hvernig það þjónar hagsmunum Íslendinga að lög hér sé sett á þingi þar sem við höfum 3 fulltrúa af um 700.  En þú getur kannski hjálpað mér að sjá ljósið?

Björn (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818066

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband