Má ekki snúast um persónu Davíðs Oddssonar.

Ísland er í krísu og stjórnmálamenn, bankamenn, sérfræðingar og nánast allir sem vettlingi geta valdið eru að reyna að bjarga málum.

Síðan hafa menn verið að eyða orku í deilur um Davíð Oddsson, hvað hann sagði, sagði ekki eða hvernig hann sagði hlutina. Svona getur þetta ekki gengið og ljóst að trúverðugleiki okkar hefur beðið hnekki.

Kannski var það Davíð að kenna, eða ekki Davíð að kenna, eða kannski varð það Davíð að kenna að hluta. Um þetta á ekki að þrefa. Hluti af því að ná árangri er að endurheimta trúverðugleika og traust þjóðarinnar. Með Davíð sem seðlabankastjóra verður það erfiðara og þess vegna á hann að fara á eftirlaun.

Mikilvægt er að það gerist hratt svo menn hætti að þrefa um Davíð Oddsson, sem er í eðli sínu smámál í þessum þrengingum.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki alveg sammála því Jón, að það sé "smámál" hvað Davíð sagði. En það má bíða, það er rétt - en ekki gleymast.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki það sem hann sagði... heldur smámál að hann víki.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband