Erfið vika að baki.

480464

Það er erfið vika að baki hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Ísland hefur skekist eins og bátur í ólgusjó og að okkur vegið sem þjóð. Hrikalegt fall bankakerfis okkar hefur leitt okkur í allan sannleikan hvað við erum lítil í boðaföllum heimskreppu og fjármálahruns.

Þó svo fæst okkar geti á nokkurn hátt kennt sjálfum okkur um hvernig komið er, þá súpum við samt seyðið af því sem aðrir hafa gert og komið okkur út í. Sem betur fer virðist sem stjórnmálamenn okkar og efnahagsráðgjafar séu smátt og smátt að ná tökum á ástandinu munu afleiðingar þessa verða langvarandi og miklar. Það verða grundvallarbreytingar á Íslensku samfélagi og margir af þeim sem hafa sett svip sinn á " efnahagsundrið " íslenska munu hverfa af sjónarsviði verslunar og viðskipta.

En það er ekki heimsendir. Íslendingar eru þrautseig þjóð og ber gæfa til að standa saman þegar á bjátar. Þó svo breski forsætisráðherrann hafi sýnt okkur óþverrabragð, þá má kannski þakka honum að með þessu hefur hann þjappað þjóðinni enn betur saman að baki ráðamanna sinna. Við erum smátt og smátt að mynda breiðfylkingu til sóknar. Þá fer maður að kannast við sína þjóð.

Mér finnast ráðamenn okkar hafa staðið frábærlega og sjaldan, ef þá nokkurn tíman hefur ríkisstjórn og ráðherrar staðið frammi fyrir jafn hrikalegum staðreyndum.

Ég er stoltur af því hvernig ríkisstjórnin og alþingismenn hafa unnið mál. Auðvitað varð ekki allt fyrirséð en alltaf hafa stjórnmálamennirnir okkar komið standandi niður og haldið áfram. Mikið hefur mætt á forsætisráðherra Geir Haarde og viðskiptaráðherra Björgvin G Sigurðsson sem hafa mætt á blaðamannafundi og gert grein fyrir málum. Þó svo þeir hafi verið framverðir hafa allir ráðherrar lagt nótt við dag í sínum málaflokkum því allstaðar snertir þetta okkur.

Ég verð að segja það. Geir og Björgvin hafa verið afar traustir í sinni vinnu og framsetningu. Geir er margharðnaður í ráðherradómi eftir langan tíma í slíku. Björgvin hefur aftur á móti ekki tekist á við slíkt áður og ég verð að segja það, ég er afar stoltur af mínum manni og mér er til efs að nokkur maður hefði axlað slíka ábyrgð og verkefni á þess að bogna.

En Björgvin hefur vaxið við hverja raun og hann hefur geislað af sjálfsögyggi og festu á blaðamannafundunum. Vafalaust má finna eitthvað að hjá stjórnmálamönnunum okkar undanfarna daga. En hvernig mætti annað vera.... verkefnið er næstum ofurmannlegt.

Mikið megum við vera hamingjumsöm með að hafa sterka stjórnmálamenn við völd þegar að okkur er sótt. Það sem við höfum séð undanfarna daga er björgunar og varnarstörf en framundan er uppbyggingin sem er gríðarlegt framtíðarverkefni og þar verður við landsmenn allir að standa saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er auðveldara að segjast en gera betur í svona hrikalegri stöðu.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband