Vinir og ekki vinir... Brown í óvinaliðinu.

Í gær og fyrradag hafa ráðamenn okkar lýst því að undanfarna daga hafi komið í ljós hverjr eru vinir okkar og hverjir ekki. Össur sagði að sumir hefði meira að segja sýnt okkur fingurinn. Ég þóttist vita að Bush og Bandaríkin væru í þessum hópi.

Nú sýnist mér að á meðan Rússar, Norðurlöndin og fleiri ætla að styðja okkur of fólkið okkar í gegnum þessar hremmingar af mannavöldum.

En nú sýnist mér að Gordon Brown, "jafnarmaður" ætli að vera í liðunu sem hótar og vill ráðast að okkur í varnarbaráttunni. Ég átti nú ekki von á svona viðbrögðum hjá manni sem kallar sig jafnarmann, frekar lásý og honum til minkunar.

Ég er viss um að viðbrögð fyrirrennara hans í starfi hefðu ekki verið með þessu móti.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Apamaðurinn

Brown þarf auðvitað að verja sitt fólk. Það er mjög skiljanlegt. Frekar ætti að reyna að hafa upp á þeim sem samþykkti ríkisábyrgðina en að skammast út í Brown.

Apamaðurinn, 8.10.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Dunni

Dettur þér í hug að Gordon Brown eða nokkur annar þjóðarleiðtogi sleiki höndina á þjófum.

Ummæli Brown komu eftir að Seðlabankastjóri, Davíð Oddson, sagði með stolti, í Kastljósi í gær að það hvarflaði ekki að Íslendingum standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum í útlenskum bönkum.  Eftir því sem kom fram á BBC World áðan virðist ríkistjórnin hafa tekið undir þessi ummmæli Seðlabankastjóra.

Hver einasti þjóðarleiðtogi hefði gert nákvæmlega það sama og Brown og Darling.  Þeim ber skylda til að verja hag lamennings í Bretlandi og það er það sem þeir eru að gera með því að hóta að sækja þjófa til saka g erist þeir fingralangir í ríki sínu.

Eða myndir þú ekki kæra mig ef ég ætlaði að stela bílnum þínum og hældi mér af því fyrir fram  

Dunni, 8.10.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Ertu ekki að grínast Jón! Þetta er einfaldega þannig að ef þú átt peninga í breskum/dönskum/sænskum/etc banka þá ábyrgist upprunaland bankans þá upphæð. Ekki myndir þú vorkenna skattgreiðendum þeirra landa neitt sérstaklega að sjá til þess að tryggingar þíns sparifés yrðu sóttar. Það er fullkomlega eðlilegt að menn gangi að þessum ábyrgðum, skárra væri það nú. Íslensk stjórnvöld eiga auðvitað að reyna að semja um þessi mál, ekki hlaupa burt frá skuldbindingum sínum. Ekki það að maður vilji borga þetta, en við erum í samfélagi þjóðanna (ennþá) og þá öxlum við ábyrgð. Getum ekki verið að væla um "vini" ef við svo bara svíkjum það sem okkur dettur í hug. Það er skömm af þessu og ég vona svo sannarlega að menn leiðrétti hér þann misskilning sem ég svo hjartanlega vona að hér sé á ferð.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

enda ég ég ekki að taka neina afstöðu til þess.

 ... ég er bara að velta fyrir mér efnistökum og því sem menn kölluðu vini og óvini

Jón Ingi Cæsarsson, 8.10.2008 kl. 09:55

5 identicon

Gruna reyndar að Geir eigi lagaklæk uppi í erminni. Strangt til tekið er það ekki ríkið sem ábyrgist innistæður heldur tryggingarsjóður innistæðueigenda. Með nýju fjármálalöggjöfinni hefur ríkisstjórnin heimild til þess að ábyrgjast innistæður beint sem hún gerði - fyrir íslenska innistæðueigendur. Spurningin er hvort að bresk stjórnvöld geti farið í mál við annan aðila en tryggingasjóðinn sem á víst fyrir um 0.5% af kröfunum. Hann verður þá bara látin sigla í þrot, íslendingar hvort eð er tryggðir.

Það má vera að þetta gangi upp lagalega en ég maður hlýtur að spyrja sig hvort að það væri ekki gáfulegra frá langtímasjónarmiðum að borga bara samt. Þótt það kosti hátt í 50% af árs landsframleiðslu.

Annars getum við alltaf haldið því fram að Bretar hafi svínað á okkur. Buðu innistæðutryggingar sem við gátum ekki keppt við og keyrðu þannig íslensku bankanna í þrot. Stóra ríkið tróð okkur í svað og vill svo að við bætum þeim tjónið o.s.frv. Bara spurning hvar menn ættu að finna vettvang til þess að koma þeirri hlið á framfæri. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband