Auðvitað var ríkisstjórnin að vinna.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur stjórnarandstaðan verið að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi. Auðvitað var þetta pólitískur áróður þeirra félaga og auðvitað var ríkisstjórnin að vinna að því hörðum höndum að lausnum.

Enginn gerði sér grein fyrir jafn alvarlegri stöðu og komið hefur í ljós. Ég veit að ríkisstjórninni var löngu ljóst að gríðarleg hættumerki voru í fjármálakerfum landsmanna og engan ætti að furða eftir offjárfestingar og neysluæði undanfarinna ára. En að það væri með þessum ósköpum sá engin fyrir.

Þetta lán sem nú birtist á besta tíma hefur verið í undirbúningi síðan í sumar og ætti að vera enn ein staðfestingin á því að ríkisstjórnin var á fullu við að afla fjár til að skjóta stoðum undir íslenskt þjóðfélag. Endlaust tal um aðgerðarleysi á ekki við rök að styðjast. Það er bara þannig að svona vinna er ekki unnin fyrir opnum tjöldum eða í beinni útsendingu eins og sumir halda.

Nú er ráð að þjóðin fylki sér að baki stjórnmálamönnum okkar sem leggja nótt við dag að bjarga því sem bjargað verður.

Fylleríinu í útlöndum er lokið.... eftir stendur að nýrríku drengirnir okkar fóru framúr sér og nú er þjóðin að bjarga því sem bjargað verður.

Mistök síðsta áratugar verða síðan skoðuð í góðu tómi til þess að við getum af þeim lært.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað gerist þegar dýralæknar löfgræðingar og hagfræðingar funda ?   jú.. EKKERT.

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband