Steingrímur ertu bara ekki allur að þreytast ?

Hvað ætli Steingrímur sé að meina ? Verða þreyttur í sátthöndinni. Þýðir það að hann ætli að efna til andófs og neikvæðni af því hann er móðgunargjarn að eðlisfari. Af því hann er ekki með er hann að verða þreyttur. Kannski hvarflar ekki að formanni VG að það þarf ekki fleiri pólitíkusa til leiks í þessu máli. Þeir eru alveg nægilega margir og það sem skiptir máli er að ná samstöðu atvinnulífs, fjármálageira, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og allra þeirra sem skipta máli.

Með fullri virðingu fyrir Steingrími þá held ég að hann skipti ekki sköpum í þessu ferli öllu. Ég trúi því heldur ekki að Steingrímur leggist í sína venjulegu neikvæði og upphrópanir þó hann móðgist ef til vill af því menn taka ekki við hann akkúrat þegar honum hentar.

Mér finnst persónulega að Steingrímur sé allur að þreytast og ekki undarlegt.. Hann er búinn að vera á þingi í 26 ár og það dugar mörgum til að þreytast... sérstaklega þegar rúmlega tæplega 20 af þessum árum hefur verið þrautaganga stjórnarandstöðu.


mbl.is Sáttahöndin að þreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér gefur að líta skrif eins af forsvarsmönnum Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Það er svona spurning hvort að svona skrif séu mönnum sem hafa áhuga á að láta taka sig alvarlega sæmandi

Þú hlýtur að hafa látið það nægja að lesa fyrirsögnina Jón Ingi því að það kemur mjög skilmerkilega fram hvað hann er að meina.

"Steingrímur sagðist hann ekki hafa orðið var við það að áhugi væri fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að taka í útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og vinna með henni að lausn þess vanda sem nú sé uppi í íslensku efnahagslífi. Hann verði því að líta svo á að þeir sem sitji við stjórnvölinn telji sig einfæra um að ráða við aðstæður."

Segir þetta ekki hvað maðurinn er að meina?

Með fullri virðingu fyrir Samfylkingunni þá er hún svo máttlaus að bankamálaráðherrann ykkar var ekki einu sinni hafður með í ráðum þegar Glitnis gjörningurinn var framkvæmdur, jú hann fékk víst að vita af þessu nokkrum klst áður en gjörningurinn var tilkynntur, þannig ekki skipti hann miklum sköpum blessaður. 

Þreyta já, Jóhanna Sig, Össur Skarp, Ingibjörg Sólrún, allt hefur þetta fólk verið lengi á þingi en er sennilega með meiri maraþon lungu.

Þekking á málaflokkum:

Kristján Möller Samgönguráðherra er íþróttakennari að mennt, passar vel saman ekki satt?

Björgvin Sigurðsson Viðskiptaráðherra er með BA próf í sögu og heimspeki, passar rosalega vel saman ekki satt, það er útaf þessu sem hann var ekki hafður með í ráðum við Glitnisgjörninginn, ég efa að hann skilji málefnið til hlýtar.

Held að þú ættir að vanda þín skrif Jón Ingi ef þú hefur áhuga á að einhver nenni að hlusta á og lesa bullið úr þér.

Vil taka fram að ég hef kosið Samfylkinguna fram að þessu en er farinn að efast verulega um eigin dómgreind við að lesa svona skrif.

Góðar stundir 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef persónulega lítið álit á Steingrími J starfsaðferðum hans og málflutningi...  þannig var það líka þegar hann var í Alþýðubandalaginu...það er ekkert nýtt og hefur ekkert með Samfylkinguna að gera Páll Kristjánsson

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband