Ekki eins klárir og menn héldu.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gaf vinum sínum í Framsóknarflokknum Búnaðarbankann og vinum sínum í Sjálfstæðisflokknum Landsbankann.

Að því loknu fóru þessir nýríku drengir í mattador með íslensku krónuna um allan heim og notuðu til þess nýfengna gjafabankana. Við trúðum því íslendingar að þessir drengir væru rosalega klárir og væru að rúlla upp þessum bankadrengjum í Evrópu og Ameríku. Það voru líka allir að segja okkur að þeir væru rosalega klárir.

Svo urðu þeir svo ofboðlega ríkir og flottir að þeir fóru að fljúga um í einkaþotum og voru útnefndir fjárfestar ársins hjá viðskiptablaðinu og allir göptu af undrun.

Svo fóru danir að efast um drengina okkar og höfðu um það efasemdir að það væri allt sem sýndist. Það var eins og við manninn mælt, þjóðin snérist til varnar og kallaði dani öfundsjúka og þeir þyldu bara ekki hvað við værum klárir.

En nú er komið að skuldadögum. Allt of mörg og allt of stór mistök hafa verði gerð. Óskabörn þjóðarinnar, Flugleiðir og Eimskip í sárum eftir drengina okkar, bankarnir riða til falls eftir óðafjárfestingar og glæfralegar lántökur og lánveitingar. Eins og er lítur út fyrir að við, fólkið í landinu fáum risastóran reikning vegna þessa mistaka og rangra ákvarðana. Það kemur kannski ekki á óvart, það hefur alltaf verið þannig.


mbl.is Ísland flautað úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegasta blog færsla ársins. Mér leið vel á að lesa orð þín.

Einar (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:19

2 identicon

Þegar við komustut úr úr þessari keppu þarf að taka til í þessum fjármálageira og reyna

læra einhvað af þessu. Þetta með fjárfestir ársins minnir mig á um árið þegar Jens í

Grundarkjör var valinn fjárfestir ársins og var stuttu seinna komin á hausinn með

stæðsta gjaldþrot íslanssögunar. Hafa þessir menn sem stýra þessu viðskiptablaði enga innsýn í

viðskifti og geta seð fyrir sér hvort menn eru að gera góða hluti eða ekki?

S.M.K (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband