4.10.2008 | 08:14
Sláandi munur á efnistökum fréttastofa.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fjölmiðlum síðustu daga. Það er gríðarlegur munur á efnistökum fréttastofu Ruv og Stöðvar 2. Meðan fréttamenn Stöðvar 2 hafa leitað logandi ljósi að þeim sem eru tilbúnir að setja fram heimsendaspár hefur fréttastofa Ruv leitast við að greina vandann og segja okkur óbreyttum sem skiljum þetta ekkert sérstalega vel, frá staðreyndum málsins.
Auðvitað vita fréttamenn ekkert frekar en við hvað er að gerast eða hvar þetta endar. En það er sláandi munur á andkafafréttaflutningi Stöðvar 2 og fréttastofu Ruv sem hefur nálgast málið að meiri yfirvegun og fagmennsku að mínu mati. Þar er himinn og haf milli þess hvernig fréttamenn spyrja og koma fram þegar þeir leita svara.
Fréttamenn Ruv sýnast mér kunna betur sitt fag.
Kannski smitar fýla eigenda stöðvarinnar inn á fréttastofu Stöðvar 2 en ég vona nú að svo sé ekki.Ræddu aldrei stjórnarsamstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara einfaldlega sá munur sem alltaf hefur verið á þessum fréttastofum.
Haraldur Bjarnason, 4.10.2008 kl. 08:27
það hefur alltaf verið frekar mikil æsifréttamennska hjá stöð 2. Mun meiri heldur en hjá Rúv
Hilmar Dúi Björgvinsson, 4.10.2008 kl. 08:34
Kannski það Haraldur... það verður kannski meira áberandi við svona ýktar aðstæður.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 08:35
Innilega sammála ykkur, það er ótrúlegur munur á.
Gunnar Níelsson, 4.10.2008 kl. 08:35
Alveg sammála ykkur - mikill munur á fréttastofum, stöð 2 er æsifréttastöð en rúv mun ábyrgari.
Óðinn Þórisson, 4.10.2008 kl. 08:40
Ég hef nú alls ekki alltaf verið ánægður með störf RUV.
En þessa dagana eru þeir að standa sig nokkuð vel. Þeir hafa reynt að upplýsa okkur um gang mála og einn daginn kom langt yfirlit um það hver hefði fundað með hverjum hvenær og svo fram vegis.
Stöð 2 hefur talað við fólk sem er að fara á taugum og er það í raun fréttnæmt, ekki síður en margt annað.
Hins vegar hefur hvorug stöðin reynt að bera saman viðbrögð Seðlabankans hér í öðrum löndum í stöðunni. Mér skilst að Seðlabankar annarra landa séu búnir að redda gjaldeyri fyrir sitt hagkerfi, en hér hefur það ekki verið gert.
Hver er ástæðan?, spyr maður. Kannski er hlutverk Seðlabankans hér erfiðara en annars staðar. Við vitum að lánshæfismat er ekki upp á marga fiska. Kannski er það rótin, eða hvað? Við getum ekki fengið pening.
Þá er kannski Stöð 2 með réttari mynd af stöðu mála eftir allt saman, eða hvað?
PS. Munið erftir að tippa í dag.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.