Dómsmálaráðherra verður að víkja.

Eins og ég hef bloggað um áður er trúnaðarbrestur milli löggæslu og framkvæmdavalds algjör. Það er engin lausn á þessu máli önnur en dómsmálaráðherra víki og ríkisstjórnin undir forustu forsætisráðherra taki málin inn á ríkisstjórnarborðið og vinni að lausn.

Birni Bjarnasyni hefur tekist hið ómögulega.... búinn að búa til algjört ósætti milli lögreglunnar og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Forsætisráðherra, ber skylda til að höggva á hnútinn og leita lausna.

Þær lausnir eru ekki til með sama dómsmálaráherra við stjórnvölinn og þess vegna verður að skipta. Hrokinn og einstrengingsháttur þessa ráðherra hefur búið til vandamál sem vandséð er hvernig leysist. Skortur á sveigjanleika og einsýni er vondur löstur á stjórnmálamanni og af þessu tvennu á BB meira en nóg.


mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er sama sagan þar sem BB kemur að málum.. alt fer í steik.

Óskar Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Það góða við þetta mál Jón Ingi, er að fylgið skrælist af Sjálfstæðisflokknum.

Ég er bara hræddur um að það verði of dýrum dómi keypt.

Björn Bjarnason og Geir H. Haarde eru klassískt dæmi um stjórnmálamenn, sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Hjalti Garðarsson, 24.9.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ágreiningur milli Björns Bjarnasonar og Jóhanns og Björn nýtur sér það samkvæmt lögum að auglýsa stöðuna.
Hann var ráðinn til 5.ára og Jóhann getur jú sótt um starfið.
Það er bara jákvætt að auglýsa starfið og engin ástæða að Björn segi af sér. Eigum við ekki að vona að hann sitji út kjörtímabilið og fái að klára þessar breytingar.  

Óðinn Þórisson, 24.9.2008 kl. 18:59

4 identicon

ég er sammála, milli Björns Bjarna og almennings er þessi svokallaði "trúnaðarbrestur" og hann á að víkja. 

Meðal annars, ég viðurkenni engan "trúnaðarbrest" milli þjóna almennings.  Eini alvöru trúnaður þessara embættis og stjórnmálamanna á að vera við almenning og hagsumni almennings, ekki við baktjaldamakk og afturendakossa.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband