18.9.2008 | 12:23
"Nýtt afl" krabbamein í Frjálslynda flokknum.
Þetta er fróðlegt að sjá. Nýtt afl virðist stefna að stjórnarbyltingu í Frjálslynda flokknum. ´
Guðjóni er stillt upp við vegg og boðið að vera leppur þeirra sem þaðan komu..... annars !!
Ég er sammála stjórnmálagreiningu sem kom fram hér á blogginu að flokkurinn sé í raun að klofna. Litlum flokkum er hættar við að klofna því þar grasserar smákóngaveldið.
Það virðist sem gríðarleg óeining hafi komið með þeim félögum Jóni og co og undrar fáa að svo sé. Menn sem þekkir eru af því að valda vandræðum þar sem þeir hafa starfað. Kristinn H er svo sérstakur kapítuli í stjórnmálasögunni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu...eiginlega svolítið skólabókardæmi um hversu lífið getur verið erfitt í litlum flokkum þar sem bræðralag og vinátta ættu að ráða för.
Oftar en ekki víkja þær tilfinningar fyrir valdafíkn og bræðravígum.
Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veitir af að liðsmenn lýðræðis og réttlætis hópi sig saman.
Varla minnist ég þess að hafa séð systurnar fræðslu og víðsýni saman þjappaðar í knappari og skýrari texta en hér.
Falleg hugvekja hjá þér Ólafur.
Árni Gunnarsson, 18.9.2008 kl. 15:22
Það er erfitt fyrir þá sem ekki vita sannleikann að draga ályktun.
Hlutirnir eru alls ekki þannig að neinn sé að stilla Guðjóni upp að vegg, nema þá Kristinn H. Hann kann það.
Eiríkur Stefánsson sem flutti þessa tillögu kemur Nýju Afli ekkert við Jón Ingi. Ég var sjálf í því skemmtilega starfi á sínum tíma og mér finnst þú dóni að líkja mér við krabbamein og þú ættir að skammast þín. þú hefur grenilega ekki kynnst þeim sjúkdómi, það hef ég.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:20
Guðrún... þú mátt reyna að snúa út úr þessu ef þú vilt... meinalaust af minni hálfu. Þú ætlar kannski að neita því að Jón Magnússon sé úr Nýju afli.... um hann snýst málið góða mín.
Ég kannast ekki við að þú komir við sögu, persónulega, í þessu bloggi... en ef þú skilur það þannig þá get ég lítið við því gert...
Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2008 kl. 23:25
Jón Ingi þú talar um Nýtt afl sem krabbamein, ég var jafn mikið í Nýju Afli og umræddur Jón. Þú hlýtur að tala um alla sem voru þar með orðinu Nýju afli, svo vil ég benda þér á að krabbamein er ástand sem maður notar ekki í gríni.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:35
Það er ekkert grín í þessu bloggi... það er grafalvarlegt mál sem þarna er að eiga sér stað.... sennilega áttið þið ykkur ekki á því sem hafið bundið trúss ykkar við Jón Magnússon og hans líka.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2008 kl. 23:50
Ég er sjálfstæð og þarf ekki að binda trúss við einn né neinn. Ég gleðst með ykkur þegar Össur tekur á móti Kristni H. Pólitik á að snúast um málefni en ekki fólk. Ég vona að þú sért líka sjálfráða og þurfir ekki að binda þig við einn eða neinn. Þú ert pínu líkur Kristni talar niður til fólks....hann kann það líka.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:58
Merkilegt....þetta hefur engin sagt um mig fram að þessu í lífinu... en einu sinni verður allt fyrst...
Við erum að vísu systkinabörn þannig að það getur vel verið
Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2008 kl. 00:05
"Kristinn H er svo sérstakur kapítuli í stjórnmálasögunni." Þessi setning þín útskýrir í rauninni allt þetta vesen.
Gætir þú kannski bent okkur á einn flokk þar sem friður hefur ríkt um Kristinn?. Eins og þú segir líka þá geta litlir flokkar verið erfiðari og það er nákvæmlega það sem er að gerast. Hlutfall Kristins er einfaldlega of hátt til að geta gengið.
Þóra Guðmundsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:02
Hvergi...einfalt svar.
Annars er vandi Frjálslyndra eldra en Kristinn H í flokknum.... vandinn er að þarna eru saman komnir helstu kverúlantar úr flokkum fortíðar.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2008 kl. 13:14
Tvær spurningar vakna í mínum huga við lestur á þessum pistli þínum Jón Ingi. Ætlaðist þú ekki til að við sem stöndum í miðju þessara atburða læsum þetta? Ég spyr vegna þess að þegar þú ert að ljúga upp atburðarásinni með því að tengja hana Nýju afli þá átt þú á hættu að það verði rekið ofan í þig. Og það geri ég hér með.
Hitt sem vekur undrun mína er það að maður sem lætur sér sæma svona ómerkilegt hjal og ábyrgðarlaust skuli vera valinn til trúnaðarstarfa í stóru bæjarfélagi. Ef sú sjálfslýsing er þá ekki jafn trúverðug og pistill þinn hér að ofan.
Jón Magnússon alþingismaður er starfsmaður okkar Reykvíkinga í Frjálslynda flokknum inni á Alþingi og starfar í umboði okkar þar. Og við gerum þær kröfur að hann berjist fyrir þeim áhrifum í þingflokknum sem metnaður okkar stendur til.
Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.