14.9.2008 | 09:11
Sameinið sveitarfélög á suðvesturhorninu.
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu og mikið talað um mikilvægi þess að sameina vegna smæðar sveitarfélaga. Persónulega finnst mér ekkert síður mikilvægt að menn fari að huga að sameiningu sveitarfélaga á suðvesturhorninu þar sem þau eru farin að renna saman í eina samhangandi heild og fæstir vita orðið hvar eitt byrjar og annað endar.
Þegar er veruleg samvinna um ýmsa hluti, strætó er sameininlegur, slökkviðlið, rafmagn og hiti og ýmislegt annað sem við á landsbyggðinni þurfum að reka sjálf en t.d. Kópavogur þarf ekki að reka einn og sér. Það er því allt annað og minna sem bæjaryfirvöld í Kópavogi þurfa að standa fyrir ein og óstudd.
Ég held að menn ættu að fara að ræða sameiginlega yfirstjórn sveitarfélaganna á suðvesturhorninu. Það mætti gera þannig að þau rynnu saman í eina stjórnsýsluheild en síðan mætti hafa staðbundnar verkstjórnir í hverju sveitarfélagið fyrir sig. Að halda úti mörgum bæjar og borgarstjórnum á þesssu svæði er " spandans " og óskilvirkt.
Það væri gaman að sjá sameiningu Reykjavíkur, Kópavogs, Garðarbæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar og kannski eitthvað fleira. Þá fengjum við alvöru höfuðborg sem stýrt væri á skilvirkan hátt og sameiginlega endar er þegar mjög margt sem þessi sveitarfélög eru að reka saman. Smákóngaveldi sumra sveitarfélaganna þarna er farið að standa þeim fyrir þrifum og tímabært að brjóta það upp með nýrri hugsun.
Kópavogsbúar þenja sig í 30 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér að auðvita ætti það að vera sjálfsagt mál að öll þessi sveitarfélög sameinuðust í eitt. Það er talsvert furðulegt að hafa þetta svona sundur slitið. En sjálfsagt stoppar þetta á smákóngaveldinu.
Jakob Falur Kristinsson, 14.9.2008 kl. 09:18
Aldrei!
Malbikum yfir Garðabæ!
Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:20
Sammála Hafnfirðingnum.. malbikum yfir Garðabæ.
Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 11:20
Sameina alla nema Seltjarnarnes.
Nei, veistu, mér er sama um skilvirkni stjórnsýslu ef hún þarf að vera á kostnað þess að ég þurfi að búa í Reykjavík.
Kópavogsbúi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.