Ögmundur farin að rugla saman hlutverkum.

Ég er einn þeirra innan BSRB sem hef haft efasemdir um að þingmenn eigi að gegna trúnaðarstöðum innan verkalýðshreyfingarinnar. Tengingar verkalýðsleiðtoga, sem jafnframt eru þingmenn, við ákveðna stjórnmálaflokka gerir þá ótrúverðuga á báðum stöðum og hætt er við að menn fari að rugla saman hlutverkum sínum eins og sannast með félaga Ögmund í seinni tíð.

Það er ekkert að því að verkalýðsleiðtogar séu virkir innan stjórnmálaflokka, slíkt er eðlilegt og er báðum styrkur. Þegar aftur á móti er komið að því að menn gegni þingmennsku fyrir ákveðna stjórnmálaflokkar er hætt við að menn byrji að ruglast í ríminu.

Það er mín skoðun að það hafi veikt trúverðugleika og áhrif BSRB að þingmaður VG sé jafnframt formaður BSRB. Afturhaldsamur og oft á tíðum öfgafullur málflutingur þingmannsins er jafnframt hengdur við BSRB þannig að BSRB er farið að virka eins og útibú í Vinstri grænum. Það er samtökunum síður en svo til framdráttar og er jafnvel að skaða styrk og trúverðugleika þeirra í þjóðfélagsumræðunni.

Ég held satt að segja að félagi Ögmundur ætti að huga að hætta öðru hvoru..... bara svona fyrir félaga sína í verkalýðshreyfingunni.


mbl.is Gögn frá BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 818232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband