Finnland í þriðju tilraun. Icelandair hikstar.

Borgaa bær

Það er langt síðan ég hef verið í flugi sem þurft hefur meira en eina atrennu. Einu sinni fyrir langa löngu hikaði vél frá Aeroflot sem ég ferðaðist með og fór í loftið í annarri tilraun.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég með beinu flugi til Helsinki. Kallað um borð og ekið að brautarenda, hikað og keyrt heim að aftur.

Hópur hraustlegra flugvirkja hóf skyndiskoðun á rellunni en fundi ekki út úr málinu. Flugstjórinn hafði skemmilegan húmor og tilkynnti farþegunum að þeir þyrftu að hugsa sig aðeins meira um og kíkja í handbækurnar.

Og svo kom það.... hitaskynjari fyrir farþegarými hafið staðið á sér og okkur ekkert að vanbúnaði.. Ekið á brautarenda og aðeins manúerað og hikað. Það læddist að mér grunur.

En svo tók vélin kipp og allt fór á fullan snúning og við brunuðum eftir brautinni. En svo kom það.... nauðbremsað og hætt við.... ekið heim að flugstöðvarbyggingunni á ný...

Bilun í vökvakerfi... flugstjórinn lagði á það mikla áherslu að þetta væri ekki það sama og síðast.

En nú voru flugvirkjar og aðrir búnir að fá nóg af þessari bilanasæknu Boeing 757 og sendu okkur í aðra flugvél sömu gerðar... hana Svandísi.

Og nú gekk allt í sögu og eitthvað fannst mér hún Svandís líta betur út innan... hin var pínulítið sjúskuð þegar maður spáir í það svona eftir á.

Eins og sést á myndinni komst ég til Finnlands og alveg til Borgaa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband