Yrðu að segja af sér víðast hvar.

Ég er svolítið hissa á hversu hljótt þessi laxveiðferð í boði Baugs hefur farið. Þarna fara stjornmálamenn og stjórnarmenn stórfyrirtækja í rándýra laxveiðferð í boði stórfyrirtækis. Menn geta svo sem sagt að þeir hafi borgað eitthvað en það breytir því ekki að gjörningurinn er siðlaus og gróf móðgun við þá sem kusu þá.

Á Íslandi tíðkast að menn blása svolítið meðan fjölmiðlar nenna að fjalla um málið og svo er það búið.

Gjörningur allra þessara manna er með þeim hætti að allsstaðar á byggðu bóli þar sem siðferðiskröfur í stjórnmálum eru gerðar til manna yrðu allir þessi menn að segja af sér. Tveir þeirra eru hættir en tveir eru enn starfandi og nú er að sjá hvort þeir taka upp Evrópustaðla í siðferði.

Kannski er 


mbl.is Má flokka sem mútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið voru þeir heppnir að "strákunum okkar" gekk svona vel í handboltanum og fengu alla athyglina !!

Svei þessum mönnum og skömm

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sennilega er það... og svo okkur sjáflum að kenna. Eins og sést nenna menn varla að ræða þetta. Þetta ástand er svolítið keimlíkt viðhorfinu til spillingar stjórnmálamanna í þriðja heiminum.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.8.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er siður meðal íslenskra stjórnmálamanna að segja af sér eftir hneyksli. Þeir telja sig flestir hverjir langt yfir aðra hafnir, rétt eins og guðirnir forðum.

Hafa ekki ýmsir stjórnmálamenn íslenskir verið einnig iðnir við að monta sig af því að á Íslandi væri ein minnsta spilling í heimi meðal stjórnmálamanna?

Skýringin á því hvers vegna Ísland lendir svo ofarlega á lista þar sem spilling er talin lítil eða engin, fer fyrst og fremst hvernig „spilling“ er skilgreind. Farið er eftir þeim lögum og reglum sem gilda í hverju landi en ekki farið eftir einhverri fræðilegri úttekt sem kostar auðvitað meiri vinnu og fyrirhöfn. Slumpaðferðin er látin duga hvers niðurstaða er talin góð og gild hversu vitlaus sem aðferðafræðin er.

Íslensk lög taka ekki almennilega á því athæfi sem í venjulegum réttarríkjum er tengt spillingu. Það kostaði töluvert að koma á einhverjum skynsamlegum reglum um fjármál stjórnmálaflokkanna hérna um árið og var aðeins hálf leiðin farin í þeim efnum. Vitað er að spilling er töluverð hér á landi en fáir vilja kannast við þá meinsemd.

Fyrir nokkrum árum átti Mosi í ritdeilu á síðum Morgunblaðsins við þáverandi fjármálaritara Framsóknarflokksins sem í fyrstu vildi ekki viðurkenna neina meinbugi í samskiptum stjórnmálamanna og fyrirtækja sem tengdist fjármálaspillingu. Sjálfstæðismenn létu síðan Framsóknarmenn sjálfa um að semja reglurnar, eða lagafrumvarpið sem auðvitað flaug í gegn. Billeg lausn fyrir sjálfstæða ævintýramenn! Þessi lög þyrftu að taka án tafar til grafalvarlegrar endurskoðunar og hnykkja betur á þeim. Fjármál stjórnmálaflokkanna er öllum kosningabærum kjósendum á Íslandi nánast sem lokuð bók meðan hvarvetna erlendis í réttarríkjum þar sem stjórnmálaflokkar verða lögum samkvæmt að gera grein fyrir uppruna og not allra þeirra miklu fjármuna sem þeir hafa undir höndu.

Í augum sumra stjórnmálamanna finnst þeim þjóðinni ekki koma þessi mál við fremur en málefni sem snerta einkahagi þeirra sjálfa. Eru t.d. laxveiðar og önnur hlunnindi á kostnað íslenskra skattgreiðenda ekki enn sem nokkurs kona prívatmál viðkomandi einstaklinga sem þjóðinni bókstaflega kemur ekkert við?

Við skulum endilega stilla saman strengi okkar, Samfylkingarmenn og VG-menn að koma þessum málum aftur af stað. Endurskoða þarf lögin um fjármál stjórnmálaflokkanna, innleiða siðareglur fyrir stjórnmálamenn og þar á meðal hnykkja betur á að stjórnmálastarfsemi sé á betra plani en verið hefur?

Kveðja norður heiðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband