16.8.2008 | 18:02
Ljótur leikur Sjálfstæðisflokksins.
Nú er rykið að setjast og baksvið 203 daga meirihluta Sjálfstæðisflokksins er að birtast landsmönnum. Ólafur F borgarstjóri tjáir sig nú og ég verð að viðurkenna að mér datt ekki í hug að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og einstakir borgarfulltrúar væri jafn nauðaómerkilegir pappírar eins og virðist. Að vísu er þetta einhliða útskýringar Ólafs en að mínu mati er hann það einfaldur og einlægur að honum dytti ekki einu sinni í hug að ljúga því sem þegar hefur komið fram.
Einn af fráleitustu gjörningum þessa meirihluta var þegar húsin tvö við Laugarveg voru keypt á hálfan milljarð. Flestir hafa kennt Ólafi um þetta og var lagt honum mikið til lasts í upphafi þessar meirihluta.
Nú upplýsir Ólafur landsmenn um að þetta hafi verið gjörningur Sjálfstæðismanna.. unnin heima hjá Vilhjálmi og keyrður áfram með látum og leiðindum. Ég kaupi þá skýringu Ólafs F að þarna hafi Sjálfstæðismenn verið að misnota almannafé til að bjarga menntmálaráðherra og ríkinu frá því að friða því þá hefði ríkið setið uppi með mikinn kostnað... að öllum líkindum. Heimili Vilhjálms virðist því einhverkonar baktjaldamakkssvæði Sjálfstæðismanna þar sem mál sem ekki þola dagbirtu eru unnin. Kannski hefur það nú færst heim til Hönnu Birnu ?
Mér sýnist að Sjálfstæðismenn hafi notfært sér veikindi og hrekkleysi Ólafs því fram kemur hjá honum að þeir Vilhjálmur og sennilega sérstaklega Kjartan Gunnarsson lágu í honum alla 100 dagana sem Tjarnarkvartetinn var að koma sér fyrir. Þeir gefa honum heiðurmannaloforð sem að hans sögn var lykillinn að því að hann þyrði að ganga til fylgilags við Sjálfstæðisflokkinn sem hann í sjálfu sér treysti illa. Heiðursmannaloforð þeirra eru greinilega einskis virði.
En nú hefur allt það sem Dagur B og fleiri sögðu í upphafi þessa meirhluta í janúar ræst.
Tvö blogg frá mér frá í janúar rifjuðu þetta svolítið upp fyrir mér.
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/421776/
Þá er það orðið ljóst. Ólafur F er einn í þessari skógarferð sinni inn í myrkviði svika og blekkinga. Það er leiðinlegt fyrir nýjan borgarstjóra og Sjálfstæðisflokkinn að hafa í forsvari mann sem misst hefur alla tiltrú kjósenda og eigin félaga. Margrét og Guðrún sýna heiðarleika og stefnufestu sem fyrrum oddvita þeirra skortir sárlega.
Þetta var 22. janúar.
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/424690/
Ólafur F. Magnússon, nýr borgarstjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að sjálfstæðismenn hefðu staðfest við sig að þeir hafi verið í alvöru þreifingum við Vinstri græna frá því meirihluti fjögurra flokka var myndaður í október.
Þetta var 25. janúar. Þá voru Sjálfstæðismenn greinilega búnir að vera hræða Ólaf á því að VG væri að hlaupa útundan sér.
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/424498/
Hér var verið að fjalla um þegar Sjálfstæðismenn voru þegar farnir að tala gegn nýjum málefnasamningi. Það var 24. janúar.
Ég held að Sjálfstæðismenn með þá Vilhjálm og Kartan í broddi fylkingar hafi komið sér með eftirminnilegum hætti inn í stjórnmálasöguna. Sennilega eru þessi engin dæmi að jafn sóðalega hafi verið komið fram við nokkurn mann í tengslum við stjórnmál og hefur nú ýmislegt sést. Það síðasta sem mér sýnist að hafi verið komið í loftið að Ólafur væri fyllibytta og stundaði vafasamt líferni.
Þetta hef ég nú heyrt áður á langri þátttöku minni í stjórnmálum að til væri aðferð Sjálfstæðismanna við þá sem þeir teldu óæskilega og þyrftu að losna við úr samstarfi eða flokknum. Gróa á Leiti hefur ætíð verið nytsamur liðsmaður í liði þeirra sem skortir siðferði og heiðarleika.
Nú hefur Sjálfstæðsmönnum tekist að ná reynslulausum Framsóknarmanni á skútuna eins og þeim tókst að ná Ólafi á sínum tíma. Ég held að ráð mitt til Óskars sé að kynna sér vel hvað Ólafur F og Björni Ingi hafa að segja um heiðarleika borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ég held líka að hann ætti að vera vel vakandi fyrir því hvað hann verður látinn skrifa uppá.
Ég hef þá tilhneygingu að væntanlegum nýjum borgarstjóra verði fátt heilagt í þessu samstarfi því ljóst er að hún er að berjast fyrir pólitísku lífi sínu og þarf á því að halda á láta alla vita að hún ráði og sé hinn stóri leiðtogi þessa meirihluta. Það gæti farið svo að Óskari verði gert að gleypa marga og bragðvonda bita áður en þessu kjörtímabili lýkur.
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góður pistill.. Það er alveg ótrúlegt að hafa fengið nærmynd af vinnubrögðum þessa áhrifamanna sem eru innanborðs í Sjálfstæðisflokknum í borgarmálunum og hærra.. Hún er sannfærandi lýsing Ólafs F. Magnússonar,borgarstjóra á vinnubrögðunum og drengskaparheilindum þessara manna . Lygar ,baktjaldamakk,gróusögur og fals- eru einkennandi fyrir þetta lið. Allt hefur þetta komið í skýrt ljós í fjölmiðlum undanfarið. Og að lesa Reykjarvíkurbréf Moggans í dag 17.ágúst 2008. Manni verður bara óglatt...
Sævar Helgason, 16.8.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.