Farlama borgarstjórnarflokkur skiptir um hækju.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur skipt út hækju. Það er alltaf erfitt þegar hækjan ætlar að fara að stjórna, ég tala nú ekki um þegar skoðanir hennar eru einstrenginsglegar og lýðræðisskilningurinn enginn.

En nú hefur farlama flokkurinn fundið nýja hækju og það framsóknarhækju. Reynsla Sjálfstæðismanna af Framsóknarhækjum er að þær eru að meðaltali þægilegar og láta vel að stjórn. Síðasta Framsóknarhækja hljóp útundan sér en mér sýnist að þessi nýja muni sitja sem fastast og fitna við kjötkatlana.

Er þetta ekki Framsóknarmaðurinn sem raðaði sjálfum sér víða í síðasta svona meirihluta...svo vel að það þurfti að losa hann úr einhverju af bitlingunum ?

Það var eiginlega hrollvekjandi að sjá Óskar Bergsson kyssa nýja verkstjórann sinn.... sérstaklega af því hann þóttist alla tíð heill í þessu minnihlutasamstarfi.... en hvað með það....hvað er að marka Framsóknarmenn sem berjast fyrir lífi sínu í stórkostlegri útrýmingarhættu.

Sennilega var síðasti Framsóknargeirfuglinn skotinn í Ráðhúsinu í kvöld og það munu líða áratugir þar til Framsóknarmaður nær kjöri á ný í borgarstjórn Reykjavíkur...ef þá nokkurn tíman.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón minn, þú mátt ekki vera svona afbrýðisamur þó einhver annar en Samfylkingin leggist undir Sjálfsstæðisflokkinn. Hún hefur nú aldeilis fengið sitt á þeim bænum burt séð frá því að eitt sinn var það mál númer eitt að koma Sjálfsstæðisflokknum frá.

Víðir Benediktsson, 15.8.2008 kl. 06:26

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú skilur greinilega ekki muninn á að fara í samstarf á jafnréttisgrundvelli eða sem hækja ... sem einn af átta er óneitanlega.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband