14.8.2008 | 17:32
Spítalavegur - deiliskipulag. Endurskoðun.
Nokkur umræða hefur átt sér stað varðandi deiliskipulagstillögu sem auglýst var í maí varðandi byggð ofan núverandi Spítalavegar. Umræðan hefur einhvernvegin verið þannig að skipulagsyfirvöld væru þarna að auglýsa alveg nýtt skipulag og þarna væri verið að frumvinna skipulag til þéttingar byggðar.
Svo er alls ekki.
Við Sjúkrahúsið á Akureyri á að reisa líknardeild og mun hún rísa nærri brekkubrúninni rétt sunnan núverandi bygginga. Deiliskipulag sem samþykkt var 1990 gerði ráð fyrir að í brekkunni neðan Sjúkrahússins risi nokkur byggð lítilla húsa og tvö þeirra voru alveg uppi á brekkubrúninni. Því varð að opna þetta gamla deiliskipulag frá 1990 og fella brott þessi efstu tvö hús.
Jafnframt var reynt að lagfæra þessa gamla gildandi deiliskipulag að nútímalegri ásýnd og fellt var í brott hús sem standa átti við innkeyrsluna úr Spítalaveginum. Einnig var tekið á götunni sjálfri og umhverfi hennar lagfært og gert fallegra og umhverfisvænna. Gert var ráð fyrir að þar yrði einstefna í framtíðinni.
Hér er uppráttur af því skipulagi sem er í gildi og mikil mildi er að eftir því var ekki byggt þegar það var samþykkt 1990 því þá væri þarna þétt byggð einbýlishúsa í brekkunni. Af hverju var ekki ráðist í þetta þá veit ég ekki en líklega var ekki mikil ásókn í þessar lóðir á þeim tíma.
http://www.akureyri.is/media/vefmyndir/akureyri/skipulag/spitlav-dsk_spv-dsk-101_20080502.pdf
Tillagan sem auglýst var er hér undir slóðinni að neðan og hún er nokkuð mikið frábrugðin því skipulagi sem þarna er í gildi.
http://www.akureyri.is/media/vefmyndir/akureyri/skipulag/spitlav-dsk_spv-dsk-102_20080502.pdf
Auglýsingaferli er lokið og skipulagsyfirvöld hafa haldið fundi um þetta mál og farið yfir þær athugsemdir sem bárust.
Mér kom ekki á óvart að andstaða við þessa byggð væri nokkur en kom það frekar á óvart að íbúum þarna virtist ekki vera ljóst að þarna væri skipulag í gildi sem byggja mætti eftir strax og að það væri búið að vera til í næstum 18 ár.
Viðbrögð við auglýstri tillögu lýsa vel hversu mikið hugmyndir fólks hafa breyst á þessum tæplega 20 árum frá því þetta skipulag sem þarna gildir öðlaðist gildi. Mér ... persónulega þótti þessi byggð nokkuð þétt og staðurinn viðkvæmur. Á stað sem þessum verða menn að hugsa sig um í það minnsta tvisvar áður en framkvæmt er.... það var því samdóma álit skipulagsnefndar að afgreiða ekki þá tillögu sem auglýst var til bæjarstjórnar heldur fara í endurskoðun á þessu gamla skipulagi enn nánar en gert var í fyrstu umferð.
Þær hugmyndir sem þarna lágu til grundvallar eru gamlar og ég held að allir séu sammála um að þær eru of mikið inngrip í það umhverfi sem þarna er fyrir. Jafnframt eru menn mjög sammála um að tillögur um endurbætur á götunni sjálfri og umhverfi hennar séu hið besta mál.
Skipulagsnefnd afgreiddi málið á miðvikudaginn svohljóðandi.
Í innsendum athugasemdum eru m.a. óskir frá íbúum svæðisins um fækkun lóða og minnkun byggingamagns.
Skipulagsnefnd felur því skipulagsstjóra að endurskoða auglýsta tillögu. Lögð verði fram endurskoðuð tillaga fyrir nefndina sem síðar yrði auglýst að nýju.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.