Nýr Alfreð. !

Siðferði í stjórnmálum vafðist ekki fyrir Alfreð Þorsteinssyni framsóknarmanni. Hann komst langt á ósvífni sinni og siðferði truflaði hann ekkert sérstaklega. Óskar Bergsson nýr maður sem kom í stað Binga sem hætti í stjórnmálum er að verulegu leiti óskrifað blað og ekki margir sem vita á hverju er von frá honum.

Hann stimplaði sig nokkuð örugglega inn í morgun þegar hann neitaði fréttamönnum af mikilli staðfestu að nokkuð það væri í gangi sem benti til að hann væri á leið í meirihluta með Sjálfstæðismönnum. Óvenju skírmæltur stjórnmálamaður.

En nú liggur þetta fyrir....Óskar Bergsson fer til leiks með Sjálfstæðismönnum eftir allar stóru fullyrðingarnar í gær og morgun.

Það virðist sem Óskar Bergsson hafi verið nemandi í stjórnmálaskóla Alfreðs Þorsteinssonar og sannleikur og siðferði hafi verið valgrein í þeim skóla og mátti sleppa. Enda var Alfreð enginn sérfræðingur í þeim námsgreinum í pólitík.

Óskar Bergsson er því ekki lengur óskrifað blað í stjórnmálum og þá vita menn á hverju þeir eiga von.


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Alfreð Þ. ég meina Óskar Bergsson skuldar Reykvíkingum skýringu á ummælum sínum, vissi hann eða vissi hann ekki ?

Skarfurinn, 14.8.2008 kl. 15:07

2 identicon

Ágæti Jón Ingi. Það kannske ætti að skýra þröngsýni þína að þú kemur að "NORÐAN"þess eru þó dæmi að menn þroskist á fertugsaldri (þaðan).En nú hefur loksins borið svo vel í veið fyrir reykvíkinga að kominn er maður til valda sem er með reynslu á sviði stjórnunar og ví prýðilega heilsu. við ættum frekar að spyrja að leikslokum en að ata menn auri að ástæðulausu. Jafnvel þó þér hafi ekki líkað kraftmiklir stjórnunarhættir Alfreðs (þú ert kannske hræddur við árangur) þá er ástæðulaust að velta Óskari uppúr því sem þú tlur að hafi miður farið hjá Alfreð. Nú skaltu bíða átekta við spegilinn og spyrðu, hver er ég til að vera að rífa kjaft, sem hvorki þori get né vil taka þátt í stjórmálum nema á bak við tölvuskjáinn heima. Gefum nýjum mönnum sjens. ÁFRAM ÓSKAR BERGSSON 

Bjarni Pétursson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eitthvað eru menn hörundsárir Bjarni...  fylgjumst með umræðunni.... það er voðalega lítið gagn að því að skjóta boðbera þó hann bloggi svolítið almannaróminn. Þú notar orðið "krafmikill" nokkuð frjálslega ...

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðeins meira Bjarni minn.... ætli stjórnmálaþátttaka mín sé ekki all miklu meiri en flestra

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2008 kl. 15:52

5 identicon

IP-Bjarni spyr um stjórnmálaþátttöku JIC. Það er öllum ljóst hér um slóðir, enda dugnaðarforkur sem formaður skipulagsnefndar og varaformaður umhverfisnefndar. 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Landfari

Bjarni, þú segir: gefum nýjum mönnum séns. Því spyr ég, gafstu Ólafi einhvern séns. Man ekki betur en það hafi verið hraunað yfir hann jafnvel áður en hann tók við. Sýnist þú, með þessum skrifum vera að reyna að taka upp sumar drulluklessurnar sem kastað var þá og nota aftur.

Nú viltu spyrja að leikslokum en Ólafur sem bað bara um vinnufrið þetta eina ár til að láta verkin tala fékk það ekki. Af hverju á Óskar að fá það eitthvað frekar?

Málið er bara að sjálfstæðismönnum var svo mikið í mun að komast í valdastólana að Ólafur náði ótrúlega "góðum" samningi við þá. Síðan kemur bara í ljós að þeim finnst þeir hafa samið af sér.

Ólafur allt of stífur á prinsippunum, peningamenn fá engu að ráða í krafti auðs síns og peningarnir sem greiddir voru í kosningasjóði sjálfstæðisflokksins ekki að skila neinum "arði".

Þá er nú munur að hafa menn við stjórnvölin sem vita hvar völdin eiga að liggja.

Ég vil taka fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Ólafs, mjög ósáttur við hans fyrsta verk, þessi húsakaup og fannst þar bruðlað með almannafé. á hinn boginn finnst mér lítið hafa farið fyrir gagnrýni á störf hans fyrir borgina. Þá er ég ekki að tala um þegar menn eins og Helgi Seljan missa sig í heilt sjónvarpsviðtal um alger aukaatriði eins og mannskipti í ráðum eða nefndum. Þar tókst Helga að sneiða hjá allri umræðu um málefni borgarinnar sem snúa að íbúum hennar til að reyna að hanka Ólaf á einhverjum tæknilegum mistökum við mannaskipti í pólitísku ráði.

Verð nú eiginlega að segja að eftir kastljósþáttinn sem ég erað vitna í átti ég frekar von á að Helga yrði skipt út en Ólafi. Sýnirn kanski best hvað ég hef lítið vit á pólitík. Hef mér það þó til málsbóta að ég er ekki einn um að skilja ekki pólitíkina í Reykjavík.

Landfari, 15.8.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Landfari

Ólafur, Af hverju segiðru að við séum ósammála. Fljótt á litið get ég tekið undir hvert orð í þinni athugasemd. Það er akkúrat það sem ég var að gagnrína Helga fyrir að spyrja ekki um. Það fór allt viðtalið í tittlingaskít sem skipti engu máli.

Hann fór ekkert í atriði sem skipta máli. Er eðilegt að hafa Lístaháskólann á Laugaveginum? Hvernig á að sprna við því að fjármálamenn komi eigendum húsa, sem þeir ágirnast, út úr hýbýlum sínum með því að koma upp dópgreni við hliðna á þeim? Hvað er að gerast með uppbyggingu brunarústanna í miðbænum. Er réttlætanlegt að minnka Ingólfstorg til að koma fyrir nýbyggingum í næsta nágrenni? Er löggæsla nægileg í borginni eða kemur til álita að fjölga miðbæjarvörðum eða hvað þeir nú heita þessir nýju einkaöryggisverðir.

Það eru svo mörg mál sem skipta meira máli en hvort Jón eða Gunna sitja í einhverri nefnd eða hvort Sigga var sagt upp fyrir eða eftir morgunkaffi.

Landfari, 15.8.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband