Vandamálið er enn til staðar.

Þó svo Ólafi F hafi verið sparkað sitja Reykvíkingar enn uppi með sama vanda. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er sundurleit hjörð fólks sem berst á banaspjótum og virðist ekki vita hvort það er að koma eða fara.

Ólafur F var vandamál á sinn hátt en stóri vandinn er hæfileikasnauður borgarstjórarflokkur Sjálfstæðismanna og menn sitja uppi með hann enn.

Ég votta Reykvíkingum innilega samúð mína með þessa hringavitleysu. Það er að vísu hagsmunamál okkar allra að í höfuðborg landsins sé festa og stöðugleiki. Það hefur svo sannarlega ekki verið og enn sitja Reykvíkingar uppi með Hönnu Birnu, Vilhjálm, Gísla Martein ( í smá fríi) og alla hina sem hafa orðið sér til skammar hver og einn hvern einasta dag frá því þessi síðasti meirihluti var myndaður.

Svo mega menn velta fyrir sér siðferði Óskars Bergssonar Framsóknarmanns.... en það er önnur saga.


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir samúðarkveðjur í okkar  garð....þetta er ömurlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

siðferði Nafna Bergssonar er ótvírætt.. hann er lygari. 

annars þakka ég þér fyrir samúðarkveðjur að norðan því við þurfum á því að halda þessa dagana.. sjálftektarflokkurinn er við völd enn...  

Óskar Þorkelsson, 14.8.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er þetta ekki bara staðfesting á dauðadóm framsóknar í borgini,smá valdapot í andarslytrunum.

Hjörtur Herbertsson, 14.8.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband