2.8.2008 | 09:31
Framsókn við sama heygarðshornið.
Það mun fara fram heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka. Það eru vönduð vinnubrögð og eiga ekki að tefja þetta mál nokkurn skapaðan hlut. Að gera vandað umhverfismat vegna stórframkvæmda er sjálfsagt mál og líklegasta aðferðin til að skapa sátt um einstakar framkvæmdir til lengri tíma.
Það er líka skylda okkar að huga að framtíð þessa lands og barnanna okkar. Þess vegna megum við ekki stökkva í stórframkvæmdir án þess að vita nákvæmlega hvaða áhrif þær hafa á náttúru landsins og mannlíkf. Annað er glórulaus skammsýni og skortur á framtíðarsýn.
Varaformaður Framsóknarflokksins sýnir þjóðinni með orðum sínum að Framsóknarflokkurinn hefur ekkert lært af hrakförum sínum og telur sjálfsagt að keyra 19 aldar stefnu í umhverfis og atvinnumálum. Valgerður varaformaður er tilbúin að stökkva í þær risaframkvæmd sem álver og virkjanir því tengdu án þess að vita nákvæmlega hvað það þýðir og hvernig skal að því standa. Sorglegt þegar fólk lærir ekki af mistökum sínum og gerir sér ekki grein fyrir af hverju flokkurinn þess fær ekki fylgi.
Það verður gert heildstætt umhverfismat vegna þessara framkvæmda. Framkvæmdir við álver á Bakka gætu hafist 2010 eða eftir tvö ár. Orkuöflun er ekki í höfn og rannskóknir og tilraunarboranir standa yfir. Ekkert af þessu tefst þó farið verði í umhverfismat sem gert er ráð fyrir í lögum. Mér eiginlega er ekki sama hversu margir eru enn tilbúnir að stökkva út í djúpu laugina og fara í risaframkvæmdir án þess að hafa hugmynd um hvað þær þýða.
Vonandi er þetta að breytast og eftir nokkur misseri detti engum í hug að framkvæma án þess að vita nákvæmlega hvað það þýðir fyrir land og þjóð til langrar framtíðar. Skoðanir eins og Valgerðar og Framsóknarflokksins eru að verða að safngripum og einhverntíman horfa menn á skoðanir og framkvæmd Framsóknarflokksins á Þjóðminja og minjasöfnum.
Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldur þú að Álgerður læri? Nei, hún er búin að bíta þetta í sig. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þorði ekki að nota kvenkyns orðið yfir hund, því hún á það til að fara í meinyrðamál, enda var hundssetningin ekkert um hana...
Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 12:33
Hvað finnst Jón Ingi um það heigulshátt umhverfisráðherra að úrskurða ekki á sama hátt um Helguvík? Þetta undirstrikar það að Samfylkingin er höfuðborgarflokkur og fólk utan þess annars flokks fólk. Þetta staðfesta fylgistölur Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi enda það slakasta vígi hennar.
Valgerður hefur sinnt hlutverki sínu vel með því að skilja að öruggt atvinnuástan hvar á landi sem er er nausðsynlegt. Þessa grunnhugmynd skilja ekki ráðherrar Samfylkingarinnar, því miður.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.