Hver er hættan ?

Mér finnst menn vera farnir að yfirdramatísera þó svo ráðherra vilji að áform um álver á Bakka fari í umhverfismat. Ég sé ekki að það hafi nein sérstök áhrif á hugsanlega framkvæmd sem er nokkur ár í burtu. Orkuöflun er ekki komin neitt sérstaklega langt og fyrirtækið er enn að hugleiða málið.

Það þykir orðið sjálfsagt að mál fari í umhverfismat og það er ekki lengra síðan er nokkrir dagar að hestamenn á Akureyri vilja akstursvæði við Glerárdal í umhverfismat. Þar er þó um að ræða svæði sem er sundurtætt og stórskemmt eftir efnistöku áranna. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort talin er ástæða til þess en ef svo fer verður það umhverfismat einfaldlega framkvæmt.

Mér sýnist að æ fleiri vilji þetta og hitt í umhverfismat. Td er á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins ræðustúfur eftir Vilhjálm Egilsson þar sem hann segir.

" Náttúruverndaráætlanir fari í umhverfismat

Við undirbúning náttúruverndaráætlunar er mikilvægt að horfa á málin frá víðari sjónarhorni en gert hefur verið til þessa. Taka ætti tillit til áhrifa fyrirhugaðrar friðlýsingar á félagslega og efnahagslega þætti. Þetta kom fram í ávarpi Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á Umhverfisþingi sem hófst í morgun. Benti hann á að fleiri þurfi að koma að undirbúningi náttúruverndaráætlunar en vísindamenn og það hljóti að vera ástæða til að velta fyrir sér hvort náttúrverndaráætlun eigi ekki að fara í gegnum svipað ferli og t.d. skipulagsáætlanir stjórnvalda og samgönguáætlun þar sem ekki eru einungis skoðuð hin umhverfislegu áhrif heldur einnig aðrir mikilvægir þættir.

„Nýleg lög um umhverfismat áætlana koma upp í hugann í því sambandi en þar er gert ráð fyrir heildstæðu mati á áhrifum áætlana og formlegum fresti almennings og annarra til að gera athugasemdir. Þannig mat hlýtur einnig að fylgja tillögu að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafls- og jarðvarmasvæði sem ætlunin er leggja fyrir Alþingi lok árs 2009, sagði Vilhjálmur. "

Svo mörg voru þau orð og ég er sammála Vilhjálmi ... það er rétt hjá honum að það er jafn mikilvægt að náttúrverndaráætlun fari í umhverfismat og hvað annað. Skógrækt í stórum stíl þarf í umhverfismat.

Það er ekki markmið umhverfismats að koma í veg fyrir framkvæmdir. Fyrsta grein laga um umhverfismat er svona.

"1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Það skal gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt er að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið."

Ég held að menn ættu að anda með nefinu, fara í þetta umhverfismat og nýta niðurstöður þess til að gera enn betur í þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í Norðurþing. Þegar upp verður staðið verða allir kátari með það í framtíðinni að hafa gert það sem best var í stöðunni og hafa heildaryfirsýn.

Álver á Bakka mun rísa þó svo menn vilji með heildstæðu umhverfismati fá heildaryfirsýn.


mbl.is Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef bara engu við þetta að bæta. Ég skil ekki þennan misskilning að umhverfismat sé það sama og stóriðjustopp. Menn eru ekki alveg að skilja hlutina.

Ég er búinn að fá nóg af virkjunum, umhverfisspjöllum og stóriðjudraumum sem drepa allar aðrar hugmyndir, en verði álverið byggt eftir gott og vel unnið umhverfismat sem er laust við pólitík, held ég kjafti.

Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kannski er verið að takast á um blinda skammtíma Framsóknarsjónarmiðið og framtíðarfyrirkomulag umhverfis og atvinnumála Alex. Það sem þjáir Framsóknarflokkinn er að hann lifir í núinu og pissar í skó sinn.... það á að vera liðin tíð.... Alex

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sem skiptir máli er að sætta sjónarmið umhverfis og atvinnulífs. Það gerum við ekki með því að annar hópurinn valti yfir hinn eins og tilhneyging beggja hefur verið. Við eigum lög um umhverfismat og því finnst mér rétt að nota slíkt til að taka málið út heildstætt og menn lagi áform og tillögur að því sem best þykir og menn síðan sætti sig við niðurstöðuna.

Öfgamálflutningur skaðar og við erum vafalaust öll sammála um að við viljum skila landinu okkar betra til barnanna okkar.... bæði hvað varðar atvinnu og umhverfi.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Anna Guðný

Það sem mér er lifsins ómögulegt að skilja er hvað það tók langan tíma fyrir umhverfisráðherra að komast að þessari niðurstöðu. Heilir 6 máuðir hafa liðið og hvað áttu heimamenn á Húsavík að gera á meðan? Sitja og bora í nefið? Áttu þeir að búast við þessari ákvörðun og gera ekkert í einhvern x tíma og bíða? Og hvað langan tíma þá? Og hvernig er þá með þessa skipulagsstofnun, er hún þá óþörf ? Mér finnst svipuð lykt af þessu máli og þegar nefndir eru að mæla með vissum einstaklingi í starf og svo kemur einhver ráðherra og hunsar það og ræður einhvern allt annan. Þýðir þetta þá við erum með starfandi stofnanir og nefndir sem eru óþarfar, eða allavega að vinna einhver verk sem skipta engu máli? Getum við þá ekki lagt niður eitthvað af þeim og sparað þar? Ég tek það fram að ég er alls ekki á móti því að það fari fram umhverfismat en skil samt ekki af hverju það þarf á Bakka en ekki í Helguvík. Ástæðan sem gefin er að að það sé of seint. Of seint?? Ekkert skrýtið og mjög hentugt fyrir suðurnesjamenn sem byrjuðu verkið sjálft áður en leyfi lá fyrir. Á meðan heimamenn á Húsavík voru að vinna heimavinnuna byrjuðu suðurnesjamenn starfið. Og þeir komast bara upp með það.

Anna Guðný , 1.8.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það var ljóst við ríkisstjórnarskipti að undirbúningur og framkvæmd vegna Helguvíkur var lengra kominn en áverið á Bakka. Undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var búið að tryggja framgang þess álvers löngu áður en kæmi að Bakka. Svo segir í frétt um málið.

Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat, en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík.

og svo....

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð vegna Helguvíkur, en nú var ekki litil svo á að gengið væri gegn þeirri reglu.

Það er sem sagt lögfræðileg og stjórnsýsluleg niðurstaða ekki væri unnt að koma Helguvík í þennan farveg.... þökk sé ráðherrum fyrri ríkisstjórnar.

Ég veit að ef umhverfisráðherra hefði átt þess kost að setja það mál í sama farveg hefði hún gert það...

Og að lokum.... umhverfismat er enginn dauðadómur... heldur gjörningur sem á að tryggja að allt sé gert á sem bestan hátt fyrir alla.... en

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fólk fer í pólitík með misjörn markmið að leiðarljósi sumir vilja vinna að framgangi, framförum og fjölga störfum og láta gott af sér leiða aðir hafa annað markmið.

Óðinn Þórisson, 1.8.2008 kl. 14:05

7 identicon

Mér sýnist sumir misskilja vinnuferlið umhverfismat. Er orðið "umhverfismat" blótsyrði á framsóknarbænum? Hitt er svo annað mál að í Kópavogi nota framsóknarmenn annað mat... þegar þeir raða á stallana.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband