Opnum Oddeyrarbryggju.

Hvað með Oddeyrarbryggu Nú er orðin nokkuð um liðið að hafnaryfirvöld lokuðu Oddeyrarbryggju sem kölluð er "Sigalda" af flestum.

Ástæða þessarar lokunar voru reglur sem settar voru vegna hryðjuverkavarna og hafnaryfirvöld við Eyjafjörð tóku þessa tilskipun bókstaflega og síðan er hér ein lokaðasta bryggja í Evrópu.

Sigalda var geysi vinsæl veiðibryggja og þarna kom fólk saman á síðkvöldum, naut útiveru og renndi fyrir fisk. Sem sagt ákaflega mannvænn staður og enginn kemur í hann stað vegna legu gagnvart ríkjandi hafgoluvindátt.

Þarna er sjálfsagt að sé lokað þegar skemmtiferðaskip eiga leið um hér tvo til tvo og hálfan mánuð á ári en þar fyrir utan á þessi bryggja að vera opin. Að hafnarstjóri og hafnaryfirvöld séu í löggu og bófa og láta það bitna á útivistarmöguleikum bæjarbúa er það slæmt og því ber að breyta. Ég þykist vita að þarna hafi aldrei farið upp öryggissmyndavélar og annað sem þarna átti að vera. Enda er það algjörlega óþarft...skip leggja þarna að fáeina daga á ári og dorgarar eru ekki fyrir nokkrum manni.

Það má hengja upp stilkynningar til fólks við innganginn og kynna hvenær bryggjan þarf að vera lokuð .... sem mér sýnist að gætu verið 20 dagar á ári hið mesta.

Ég legg því til við hafnaryfirvöld að þau hugsi málið og meti líkur á því að gerð verði hryðjuverkaárás á Oddeyrarbryggju og í framhaldi af því breyti þeir aðgengi að þessari útivistarparadís Akureyringa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband