25.7.2008 | 08:53
Heimskulegt framferði.
Ég hef haft samúð með mótmælum Saving Iceland. Mótmæli sem byggja á kurteisi og virðingu við málstaðinn er auðvelt að styðja og í sumum tilfellum hægt að taka undir með þeim.
En að ráðast að mönnum persónulega og fjölskyldum þeirra er til skammar og gerir ekkert nema að skemma og eyðileggja trúverðugleika þessar samtaka. Það er ljóst hvað mig varðar að ég get ekki litið þessi mótmælasamtök sömu augum og áður..... þeir eru búnir að fyrirgera rétti sínum til virðingar þeirra sem styðja málstaðinn.
Ég skora á forsvarsmenn þessar samtaka að biðjast afsökunar á þessu gjörning en hafa skömm af honum annars.
Íslendingar hafa ekki þann hátt á að ráðast að saklausu fólki og virða alltaf friðhelgi heimilis.Afhentu Friðriki Sophussyni brottvísunarbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón, þú segir:
,,Íslendingar hafa ekki þann hátt á að ráðast að saklausu fólki og virða alltaf friðhelgi heimilis."
Þú ættir að spyrja bændur og landeigendur við Þjórsá út í þetta og biðja þá um að segja þér frá persónulegum heimsóknum og ofsóknum starfsfólks Landsvirkjunnar, í þeim tilgangi að troða virkjunum beinlínis framan í þau.
Friðrik hefur gott af því að finna hversu óþægilegt það er, hann hefur hótað eignarnámi og þarf nauðsynlega að finna fyrir því að hann geti ekki hegðað sér hvernig sem er án þess að fólk grípi til aðgerða.
Magnús Þór (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:01
Það er ljóst að þú skilur þetta ekki Magnús.... þetta bara skemmir málstaðinn móralskt... ég er að reyna að leiða þeim sem það ekki skilja skaðan af svona vinnubrögðum...
þetta aðstoðar þá sem segja þessi samtök öfgasamtök sem ekki beri að taka mark á.... ég er viss um að andstæðingar þeirra fagna þessum mistökum.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.7.2008 kl. 09:10
Ég veit svo sem ekki hvort þetta hjálpar málstaðnum eða skaðar hann en mér fannst þetta of langt gengið, svona meðan ég las fyrri hluta fréttarinnar.
En svo ég áttaði mig á því að í raun var engin alvöru hótun í þessari tilkynningu heldur snérist hún meira um að draga athygli Friðriks og þjóðarinnar að hótunum Landsvirkjunnar um eignaruppnám á landi bænda, selji þeir ekki sjálfviljugir.
Ingólfur, 25.7.2008 kl. 13:14
Þetta er kannski ágætis aðgerð, þannig lagað, en það var illa að henni staðið. Ef hugmyndin var að fræða íslendinga um það hvernig Landsvirkjun kemur fram við bændur við Þjórsá, hefðu þau átt að þiggja boðið og ræða við hann. Þannig hefðu fréttir dagsins hljómað allt öðruvísi og þau hugsanlega unnið áfangasigur í staðinn fyrir að gera sig að fíflum í huga margra.
Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 14:01
Dreg það stórlega í efa að Saving Iceland(rangnefni) muni biðjast afsökunar á þessu.
Þetta er víst eins og kallað er í fótboltanum sjálfsmark.
Varðandi trúverðuleika þessara samtaka er hann enginn.
Óðinn Þórisson, 25.7.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.