Undirgöng undir Hörgárbraut.

Framkvæmdaráð afgreiddi frá sér tillögu er varðar undirgöng undir Hörgárbraut, Þjóðveg 1 á föstudaginn. Bókun framkvæmdaráðs var eftirfarandi að hluta

" Skoða þarf forgangsröðun framkvæmda m.a. vegna framkvæmdaáætlunar Akureyrarbæjar, þar sem gert er ráð fyrir 20,0 mkr. árið 2009 vegna gerðar undirganga á Hörgárbraut .
Vegna vinnu við framtíðarskipulag Akureyrarvallar telur framkvæmdaráð rétt að frestað verði framkvæmdum við gatnamót Grænugötu þar sem þau tengjast framtíðarskipulagi vallarins. Að mati framkvæmdaráðs eru undirgöng undir Hörgárbraut / þjóðveg 1 forgangsverkefni sem beri að fara í hið fyrsta. Ráðið leggur því áherslu á að það fjármagn sem Vegagerðin áætlar í vegaáætlun 2008 fari í gerð undirganganna að viðbættu því fjármagni sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð undirganganna á árinu 2009.  Ráðið felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að senda erindi þess efnis til Vegagerðarinnar.
Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni til verksins. "

Skipulagsnefnd hafði látið gera útekt á staðsetningu þessara undirganga og fékk niðurstöðuna í vor sem leið. Það er mikið gleðiefni að nú loks hefur verið tekin ákvörðun í að gera þessi undirgöng því lengi hafa menn haft áhyggjur af öryggi skólabarna á leið í og úr Glerárskóla og eiga yfir þessa miklu umferðargötu að sækja. Þetta er fyrsti hluti að áætlun er miðar að auknu umferðaröryggi við og umhverfis Holtahverfi sem aftur er hluti að heildstæðri áætlun um lagfæringar og endurbætur á helstu umferðargötum bæjarins, sérstaklega með tilliti til skólahverfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband