Er Mogginn að skrökva í okkur ?

Mogginn flytur í dag ótíðindafrétt af væntanlegum uppsögnum vegna samruna Spron og Kaupþings. 

Haft var eftir yfirmönnum í Spron að flest í þessari frétt væri rangt og menn áttuðu sig ekki á því hver tilgangurinn væri að hafa uppi slíkan fréttaflutning.

"Hjá SPRON starfa um 250 manns, um 75 eru starfandi í útibúunum en um 175 starfsmenn starfa í höfuðstöðvum sparisjóðsins."

Þessi setning sem er úr fréttinni er td sögð tóm þvæla. Rétt tala er 17 starfsmenn sem starfa í höfuðstöðvunum segja Spron - menn. Var Moggi að villast á td. 17,5 stöðugildi og 175 manns ? Þarna ber nokkuð mikið í milli.... meira en sómakærir blaðamenn vilja láta góma sig fyrir svona faglega séð.

Þá situr eftir þessi spurning.... hvorir eru að segja satt.... Moggi eða Spron ??


mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú ættir nú að vita það að Moggin lýgur aldrei hann fer bara stundum dálítið frjálslega með staðreyndir. Gerir mús að fíli og öfugt.

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var að blogga um aðra lygi á mbl.is. Þar var fullyrt að lélega afkomu Norsk Hydro mætti m.a. rekja til lágs álverðs.

Þarna hefur einhver andstæðingur stóriðju séð sér færi í að hagræða staðreyndum. Ég skoðaði frétt bandarísks stórblaðs af sama máli og frétt á heimasíðu fyrirtækisins og þar sagði að afkoman væri svona léleg þrátt fyrir mjög hátt álverð, þ.e.a.s. alveg öfugt við það sem Mogginn hélt fram.

Veit ekki hvað er að gerast á Mogganum. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: AK-72

Tók reyndar eftir einu í orðum forstjóra SPRON. Hann tekur ekki fyrir það að fólki verði sagt upp, heldur talar eingöngu um illar hvatir Moggans Held að það sé öruggt að það verði uppsagnir við samrunann, bara spurning hvorum megin við hundraðið það verði.

AK-72, 22.7.2008 kl. 13:39

4 identicon

Við samrunann (miðjan júní) talaði sparisjóðsstjóri um fjölgun ekki fækkun. Það kallast hrein lýgi á íslensku.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Moggalygi

Páll Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mogginn er orðinn hraðlýginn bara ;)

Óskar Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband