Rofar til í Sjálfstæðismyrkrinu.

Nú eru varnir stjórnmálamanna Sjálfstæðisflokksins að bila. Þeir hafa smátt og smátt verið að einangrast. Óbreyttir flokksmenn, forsvarsmenn atvinnulífsins og margir fleiri krefjast þess að hafnar verði aðildarviðræður og hugað að upptöku Evru.

Að Björn Bjarnason með alla sína Bandaríkjadýrkun skuli ræða möguleika á upptöku Evru er áhugavert. Hann hefur verið helsti forsvarsmaður afturhalds og íhaldssemi hvað varðar utanríksimál.

Þessi skrif Björns sýna svo ekki verður um villst að stefnumál Samfylkingarinnar verður trúlega á dagskrá í ríkisstjórninni þó svo ekki sé minnst á það í stjórnarsáttmálanum sérstaklega.

En að taka upp Evru er ekki einfalt mál og hætt er við að við þurfum að taka hraustlega til í efnahagsmálunum ef slíkt ætti að koma til greina.

Að mínum mati verður ekki af því að tekin verði upp Evra á Íslandi fyrr en aðildarviðræðum er lokið og búið að samþykkja aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svona eftir á að hyggja. BB er líklega að koma Geir í vandræði með þessu útspili. Hann er nýbúinn að bannsyngja Evrópu einu sinni enn. Það skyldu þó ekki vera komnar brotalínur í Sjallana.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband