Er að koma höggi á Geir Haarde ?

Maður er svolítið hugsi vegna þessa útspils Björns. Hann hefur verið hatramur andstæðingur ESB aðildar og ekki er langt síðan hann gerðir nánast grín að stjórnmálamönnum sem þetta nefndu á síðasta ári. En er það víst að Björn Bjarnason sé búinn að snúast í 180 gráður eins og vindhani á stöng ?

Þetta er ekki stíll Björns Bjarnasonar sem venjulegast er talinn með íhaldssamari mönnum ?

Hvað gengur honum þá til ? Þetta gæti verið hentipólitík og poppulismi til að mæta áskorun flokksmanna Sjálfstæðismanna í atvinnulífinu. Þetta gæti líka verið útsmogið bragð til að koma höggi á Geir Haarde því þetta er í algjöru ósamræmi við það sem formaður hans hefur verið að segja.

Þetta er ekki vaninn í Sjálfstæðisflokknum og ég hefði séð það að Björn Bjarnason hefði sagt eitthvað annað en Davíð Oddsson leyfði á sínum tíma.

Niðurstaðan gæti því verið að þetta útspil sé hugsað sem hluti af aðgerð til að grafa undan trúverðuleika Geirs sem formanns og í framhaldi af því..... koma manni úr Davíðsarminum til valda á næsta landsfundi.

Alltaf gaman að samsæriskenningum....en burtséð frá því....aginn er horfinn úr Sjálfstæðisflokknum.

 


mbl.is Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alls ekki ólíkleg samsæriskenning.. enda er sjálftektarflokkurinn að hruni kominn innanfrá. 

Óskar Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf er nú oft kallaður samræðuflokkurinn og þar rúmist fólk með ólíkar skoðanir. Ég veit að margir vinstri sf menn eins og Dofri&Þórunn voru ekki mjög ánægðir með skóflustunguna hans Björgvins G.
Það að Björn skrifi eitthvað á bloggsíðu sína er ekki merki um eitt eða neitt enda enginn flokkur eins samheldinn og Sjálfstæðisfokkurinn.

Óðinn Þórisson, 14.7.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott er það Óðinn,,,,, mér hefur eimitt verið svo áberandi í Reykjavíkurhluta Sjálfstæðisflokksins þessi samheldni sem þú ert að tala um...

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón þú verður seint Sjálfstæðismaður og það er synd því ekkert er betra en íhaldið.

Þó svo að smávægilegur ágreyningur komi upp þá er það aðalatriðið að menn vinnu sig út úr því og það hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gert á glæsilegan hátt og nú er þessi sterki meirihluti með góðan málaefnasamning að vinna afar vel fyrir Reykjavík og Reykvíkinga.
Því  miður tókst 100 daga meirihlutanum ekki að búa til málefnasamning það er ekki nóg að vera sammála um stólana menn verða ná saman um málefni.

Óðinn Þórisson, 15.7.2008 kl. 07:54

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn....það er mikils virði að hafa góða kímnigáfu

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2008 kl. 09:07

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á ný stendur Sjálfstæðisflokkurinn  frammi fyrir einstaklingshyggjuvandanum. Þeir hafa aftur fengið veikan formann sem ekki hefur tök á flokknum. Í tíð Þorsteins Pálssonar var algert agaleysi í flokknum og menn fóru sínu fram og gerðu formanninn að hálfgerðu fífli. Þegar Davíð kom sá og sigraði þá var flokkurinn settur í spennitreyju. Enginn sagði neitt, gerði neitt eða hugsaði neitt án þess að líta á Davíð fyrst og spyrja má ég? Ekkert einstaklingsframtak án leyfis góði. Nú er aftur kominn veikur foringi. Menn eru að byrja að segja það sem þeir stálust til að hugsa á Davíðstímanum en þorðu ekki fyrir sitt litla líf að opinbera þá. Þegar svona ástand er uppi þá skeður aðeins eitt, menn missa sig og hlaupa um víðan völl eins og beljur sem sleppt er út á vorin. Vita ekki hvert þeir ætla eða hvaðan þeir koma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er afar sáttur við þetta innlegg Björns.  Það  er af hinu góða að ræða Evrópumálin frá sem flestum hliðum og þau eru svo sannarlega komin á dagskrá í íslenskum stjórnmálum.  Hin styrka stjórn Davíðs á flokknum var ekki góð.  Ég ímynda mér að ástandið í flokknum hafi verið slétt og fellt á yfirborðinu, eins og á alkóhólistaheimili, þar sem fjölskyldufaðirinn hótaði og skammaði alla sem yrtu á hann.

Jón Halldór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband