Þekkingarleysi og áróður.

Umræðan um Fagra Ísland er sérkennileg. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa keppst við að halda því fram að Samfylkingin sé að brjóta eigin stefnu og allt sé í volli. Mér er til efs að þeir sem hæst láta hafi lesið eða kynnt sér út á hvað þessi stefna gengur og um hvað er verið að fjalla. Ef þeir hafa síðan lesið þá annað hvort skorti á skilning eða sem líklegra er..... reyna að koma höggi á flokkinn með útúrsnúningum og röngum fullyrðingum um þessa stefnu.

Mest af þessari umræðu fer í þann farveg að Samfylkingi hafi með stefnunni Fagra Ísland lagst gegn álverum og þeirri vinnu sem þegar er hafin í landinu hvað varðar virkjanir og iðnað. Það er ekki svo enda er Fagra Ísland drög að stefnu í umhverfismálum til lengri tíma og stefnumörkun hvað varðar... hvað skal vernda...hvar skal virkja...eða ekki virkja og svo framvegis.

Umræðan er síðan .... eins og oft er í okkar þjóðfélagi einfölduð og útþynnt skammtímasýn á það sem verið er að gera eða ekki gera á því augnabliki sem fréttin eða greinin er skrifuð.

Það hefur aldrei hentað okkur Íslendingum að hugsa til lengri tíma eða móta stefnu eða framtíðarsýn. Við erum allt of mikið í skammtímalausnum...skammtímaumræðu og menn vilja upplifa allt á því auknabliki sem er hverju sinni. Ég er eiginlega svolítið sorgmæddur yfir að þeir sem virkilegan áhuga hafa á náttúruvernd og framtíð þessa lands átta sig ekki á mikilvægi þeirrar stefnu  og þeirrar aðferðar sem Samfylkingi vill fara í umhverfismálum.

Ég skil aftur á móti vel að Framsóknarsjálfstæðisvirkjunarsinar vilji og reyni að nota þetta gegn flokknum og það sem skondnast er..... reyna að búa til ágreining innan hans líka... skáldaleyfið er útfgefið svo ekki er um villst.

Kannski á maður ekkert að vera að ergja sig á skilningsleysi allt of margra á stefnu sem er ætlað að virka áratugi fram í tímann..... við erum svoddan hirðingjaþjóð og lifum í núinu.... en ég trúi að skilningurinn komi þegar menn nenna að hlusta - lesa - skilja.

 


mbl.is Einhugur um Fagra Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Jón Ingi og ég er sammála hverju orði.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband