15.6.2008 | 11:54
Svona var ástandið á Hamratjaldvæðinu í fyrra.
Ástandið á Akureyri var hrikalegt í nótt. Ofbeldi, drykkja, eiturlyf og árásir á lögreglu einkenndu nóttina. Þetta er ekki eingöngu bundið við Akureyri... ofbeldi af þessum toga færist í vöxt og veldur áhyggjum. Það mun t.d. örugglega færa lögreglu aukinn vopn í hendur því stjórnmálamenn munu þora að láta hana hafa t.d. rafbyssur í ljósi aukins ofbeldis.
Það sem menn sáu í miðbæ Akureyrar nú var slæmt. Í fyrra var svipað stríðsástand á tjaldsvæðinu við Hamra þar sem óvopnaðir björgunarsveitarmenn reyndu að hafa hemil á skríl sem slóst með keðjum, hnífum og hafnarboltakylfum. Það var ekki eins sýnilegt og það sem bæjarbúar sáu nú í miðbænum og menn furða sig á.
Auðvitað er hrikalegt að miðbær Akureyrar skuli vera undirlagður af slíku en í fyrra áttu sambærilegir atburðir sér stað á og við tjaldsvæðin á Hömrum innan um fjölskyldur með börn og unglinga. Þeir atburðir sem þá áttu sér stað á tjaldsvæðum skáta á Hömrum var sá drifkraftur sem leiddi að sér aðgangsstýringar sem gagnrýndar hafa verið.
Ástandi á tjaldvæðunum á Hömrum var gott í nótt og fyrrinótt eftir því sem ég best veit...en hætt er við að svo hefði ekki verið ef allt væri opið og ekkert aðhald í gangi.
![]() |
Erfið nótt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tjaldsvæðarekstur er samkeppnisrekstur. Ég virði rétt þess sem reka slík svæði til að grípa til þess ráðs að setja reglur um aðgengi og umgengni. Ef tjaldsvæðið þitt fær þá ímynd í hugum þeirra sem þar þurfa þjónustu að þar sé skrílslæti og lausatök fer megnið að viðskiptavinum annað.
Skrílslæti og ástand sem við sáum hér í nótt er svo allt önnur ella og á ekki að ræða í samhengi við tjaldsvæði og reglur þar.
Ein regla er td hér í þjóðfélaginu sem ekki er nefnd og er af sama toga. Menn segja...meginregla er að allir sem eru orðnir lögráða þ.e. 18 ára mega það sem þeir vilja.
Af hverju fettir enginn fingur út í að þú mátt ekki kaupa áfengi fyrr en þú ert 20 ára. Er það ekki sama brot og ef menn setja reglur á tjaldsvæði, veitingastaði ( margir erum með 20 ár í þeim bransa) og fleira sem tengist aldri. Þú vilt sem sagt samkvæmt því sem þú skrifar félagi Þröstur að áfengiskaupaldur sé færður niður í 18 ár.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 13:04
Enda var ekki verið að tryggja annað en að gestir á tjaldstæðum Akureyrar fengju næturfrið og að svæðið yrði ekki lagt undir útihátíð. Gestir tjaldstæðana eru að stærstum hluta útlendingar og íslenskt fjölskyldufólk og fólk verður að geta treyst því að reglur séu virtar. Það tókst með ágætum að því sem mér skilst um helgina, ekki síst því að það voru tugir manna við gæslu. Það stóð aldrei til að hækkun aldurstakmarks út 18 í 20 myndi leysa öll vandamálin. Held að þeir sem hæst láta ættu kannski að hugsa í lausnum í stað þess að úthrópa það sem reynt er að gera.
Ingimar Eydal, 15.6.2008 kl. 13:05
Ég skil ekki afhverju fólk er yfirleitt að fara til akureyrar ef að á að sletta úr klaufunum.. makalausari svefnbæ er erfitt að finna nema ef ske kynni Garðabær.. en fáir viðurkenna að þeir eigi heima í því bæjarksrifli heldur segja oftast nær bara Reykjavík..
Akureyri er ótrúlega daufur bær og veitti kannski ekki af smá hressingu af og til á tjaldstæðinu.. því ekki bíður þessi bær upp á skemmtun innnanhús.. svo ég viti
Óskar Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 14:08
Óskar.... ég veit ekki hvort þú er sofandi eða eitthvað annað þegar þú átt leið hér um
http://akureyri.is/frettir
Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 14:19
Ég held að það þurfi að fara í enn eina umræðuna um "kúltúr" útihátíða á Akureyri. Sjá nánar blogg mitt.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:48
Halló Akureyri! Er ekki í lagi?
Nei, þið eru að gera eitthvað vitlaust, það er alveg ljóst. Þessar hátíðir á Akureyri hafa orðið aðdráttarafl fyrir fólk sem kemur þangað til að skemmta sér á hömlulausan hátt og til að fá útrás fyrir hinar verstu kenndir.
Það er tvennt sem þarf að gera: A. Gera samkomuhald og menningarviðburði að skemmtunum heimamanna fyrst og fremst. B. Stórauka gæslu á svoan viðburðum og þá er ég ekki að tala um löggæslu, heldur gæslu björgunarsveita eða íþróttafélaga og foreldrarölt.
Þetta getur ekki annað en virkað, því að eftir því sem ég þekki Akureyringa eru þetta það fólk sem best kann að skemmta sér á menningarlegan hátt.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 16:16
Jón Halldór.... um helgina voru allir tiltækir björgunarsveitarmenn frá Súlum á vakt...allir lögreglumenn bæjarins...og slatti af sérsveitarmönnum að sunnan. Allir tiltækir skátar .... en ég held að íþróttafélögin vilji varla leggja sína iðkendur í slíkan dýragarð sem sást víða um þessa helgi.
Fleiri eru ekki tiltækir því miður....eða kannski varla að hægt sé að kosta hverju sem er til...ekkert af þessu er ókeypis.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.