Stjórnar Kristján Loftsson Sjálfstæðisflokknum ?

Nú kemur það í ljós hvort Kristján Loftsson stjórnar Sjálfstæðisflokknum og sjávarútvegsráðherra. Allir hugsandi menn sjá það í hendi sér hversu skaðlegt það er ímynd og áliti Íslands á alþjóðavettvangi að veiða langreyðar.

Þó svo tekist hafi að selja þetta kjöt tveimur árum eftir að þessir hvalir voru veiddir segir ekki neitt. Þetta er hluti af þráhyggju forstjóra Hvals hf sem er fyrirtæki sem ætti að vera búið að leggja niður fyrir löngu. Fyrirtæki sem starfar einn til tvo mánuði annað hvert ár er varla arðbært. Ef svo þetta sama fyrirtæki er að skaða ímynd landsins og aðra atvinnuvegi á að stöðva starfssemi þess.

Ég trúi ekki að sjávarútvegsráðherra láti þennan mann öskra sig áfram í þessum málum. Hann er lýsandi dæmi um hversu langt er hægt að komast með frekju og öskrum þegar við veiklundaða stjórnmálamenn er að eiga.


mbl.is Langreyðakjöt sent til Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers konar málflutningur er nú þetta? Er þér algjörlega fyrirmunað að vera málefnalegur? Að lýsa manni með orðunum þráhyggju, frekju, öskrandi.... og öðrum manni sem veiklunduðum stjórnmálamanni með þeim rökum einum að Allir hugsandi menn sjá það í hendi sér.... í ekki lengri skrifum en þessum er alveg með ólíkindum.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta sjá þeir sem fylgjast með og hlusta...það væri ráð

Jón Ingi Cæsarsson, 2.6.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband