1.6.2008 | 11:08
Leikurinn tapaðist á fyrstu 10 mín.
Leitt að sjá hvernig leikurinn í gær spilaðist. Pólverjarnir komu okkur í opna skjöldu með látum. Það hefði ekki átt að koma okkur á óvart því þetta lið er með mikinn sprengikraft. Ég spáði 5 marka tapi og það gekk næstum eftir. Lið eins og Pólverjar hefa alltaf verið okkur erfið...við ráðum ekki við lið með stórskyttum sem geta skotið langt utan af velli. Markvarslan okkar er of veik fyrir þannig stíl og lið.
Svo var ég ekki að skilja Guðmund. Hann keyrði á sömu sóknarmönnunum allan tíman. Hann skipti ekki um einn einasta sóknarmann allar 60 mínúturnar. Þegar maður sá að hann ætlaði ekki að gefa mönnum neina hvíld í sóknarleik og setja inn nýtt blóð til að brjóta upp sóknarleikinn með einhverju nýju...sá maður að þetta gat ekki farið nema á einn veg.
Örþreyttir sóknarmenn ná ekki að vinna upp forskot upp á tvö til fimm mörk...enda hrundi þetta síðustu mínúturnar nema hvað Guðjón Valur sem hafði verið í hvíld allan leikinn, átti orku í síðustu mínútur. Óli Stef og fleiri voru gjörsamlega búnir og gerðu mörg mistök. Reynt var að skipta tveimur út í vörn en það breytti litlu því hinir fjórir voru gjörsamlega búnir og Pólverjar kláruð sóknir á nokkrum sekúndum meðan við urðum að ströggla mínútum saman í hverri sókn.
Þetta verður erfitt í dag ef ekki má nota fleiri leikmenn en þessa 6 í sóknina.
Takmarkið hefur ekkert breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er sammála þér.Enda væri nóg að velja 9 menn í liðið.Kostnaðarminna ekki veitir af, og óþarfa val á leikmönnum sem fá aldrei að spila.Alveg sama hvernig svokölluðu kóngum gengur í leikjunum.Vantraust á setuliðið.Aldrei geta skilið af hverju ekki er spilað á fleiri leikmönnum.Þetta telst liðsíþrótt víst,allir eiga að vera mikilvægir.En ég sá ekki síðasta korterið í leiknum í gær,sá enga markvörslu fram að þeim tíma,en samt er Hreiðar sagður að hafa verið góður.Getur þú frætt mig?Kv
Halldór Jóhannsson, 1.6.2008 kl. 13:14
Það er rétt, það er mikið að. Veikasti hlutinn er vörnin, hún er rjúkandi rúst og þar af leiðandi verður markvarslan í samræmi við það. Þetta var mjög létt prógramm fyrir Pólverja og þeir greinilega klassa fyrir ofan Ísland. Þetta er búið í þetta skiptið, þetta lið nær aldrei langt. Við verðum bara að vona að takist að byggja upp alvöru lið á næstunni.
Víðir Benediktsson, 1.6.2008 kl. 13:34
Tja, þetta er nú kannski full mikil dómharka á strákana. Varnarleikurinn var nú ekki rjúkandi rúst, held ég. Við höfum nú séð hana töluvert verri en þarna. Ég held að það sé heldur ekki sanngjarnt að segja að þetta hafi verið létt prógramm fyrir Pólverjana. Ef leikurinn hefði ekki byrjað svona illa þá held ég að þetta hefði verið frekar jafnt í lokin. Strákarnir hefðu bara þurft að nýta nokkur færi betur. En Pólverjarnir voru vissulega vel undirbúnir og mega eiga það að þetta var algjörlega sanngjarn sigur.
Jón Flón (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:52
Ét ofan í mig hvert orð, Glæsilegur sigur á Svíum.
Víðir Benediktsson, 1.6.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.