Feigðarflan Sjálfstæðisflokksins.

Þessar niðurstöður koma engum á óvart nema kannski borgarfulltrúum Sjalla og borgarstjóranum sjónumhrygga. Meðan hann berst við vindmyllur og heldur að hann sé að láta verkin tala eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veruleikafyrrtur og ráðalaus hópur lítt hæfra einstaklinga.

Það er eiginlega grátlega fyndið í hverskonar blekkingaheimi þetta fólk lifir.

Síðastu stórleikur hópsins er að reka forstjóra Orkuveitunnar... en láta gamla góða Villa grillast hægt á teini meðan innanflokksátök og valdabarátta eru að gera þennan hóp endanlega óhæfan.

Hvernig er hægt að vera svona hrikalega mislukkaður ???


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Menn uppskera eins og þeir sá ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til að svara síðustu setningunni þinni Jón, þá þarf maður að vera svolítið mislukkaður til þess að fara í framboð fyrir sjallana.. pabbastrákar og pabbastelpur eru allsráðandi þarna í dag.. DO eins og könguló í búri sínu í Svarthömrum og stjórnar öllu þaðan þótt að því sé látið liggja að hann sé hættur í pólitíki.. en merkilegt samt að villi vill fór fyrst þangað til að leita ráða eftir Rei klúðrið...

Sjallarnir eru flokkur manna með misheiðarleg pólitísk sjónarmið og vandfundinn sá einstaklingur í þeirra hóp sem er heiðarlegur.  Svo þessi niðurstaða kemur fáum á óvart nema borgarfulltrúunum sjálfum..  

Óskar Þorkelsson, 1.6.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kannski er þetta rétt hjá þér. Það er sagt að á eftir ofursterkum leiðtogum kemur vandamál. Þetta gerðist í Sjálstæðisflokknum þegar tvíeykið Ólafur og Bjarni hurfu komu þrír meðalskussar í formennsku og flokkurinn var veikur á þeim árum. Síðan kemur Davíð og allir vita hvernig hann stjórnaði...valdstjórn...hann réði.

Og nú er meðalskussatímabil í gangi... vandi Sjalla í borginni er búinn að standa síðan 1994 og versnar enn. Þessi hópur sem nú ræður er ótrúlega veikur og mistækur...eins og þau hafi aldrei náð því hvað þarf til að standa sig í pólitik...þau virðast halda að allt gerist af sjálfu sér hjá þeim af því bara. Það er td grátlegt fyrir þá hvað Kjartan er gjörsneyddur öllu sem þarf til...fyrst Ólafur gerður að borgarstjóra sem er blýlóð í rassgatið á flokknum og síðan núna....að reka forstjóra Orkuveitunnar og hvernig að því er staðið....hreint órtrúlegt að sjá hvernig þau spila þessu upp í hendur andstæðinga og út úr greipum sér...

Kannski er þetta bara pabbastrákar og stelpur eins og þú segir...sveim mér þá.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.6.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband