22.5.2008 | 23:45
Hvað gerist í næsta Kötlugosi ?
Frábært framtak og þarft. En hvað gerist þegar Katla gamla rumskar og þeytir trilljónum tonna af vatni yfir allt þetta svæði með gríðarlegum jakaburði ?
Það styttist í að það gerist og sú gamla undir Mýrdalsjökli er löngu komin á tíma. Þær eru hrikalegar lýsingarnar sem maður les hafðar eftir sjónarvottum í gosinu 1918.
Verður þetta svæði ekki allt ein svört auðn aftur að loknu næsta gosi sem varla getur verið langt í ?
Auðn breytt í gróin svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri best að spyrja landgræðslumenn beint, en auðvitað fer allur gróður ef þarna þeytast niður trilljón tonn af vatni. En, með uppgræðslu á sandinum er þjóðvegurinn nánast aldrei lokaður vegna sandfoks, sem var algengt hér áður fyrr. Ég man svo langt. Þannig að þó svo að vegurinn og gróðurinn hverfi tímabundið vegna Kötlu, verður bara annar vegur byggður og annar gróður settur í staðinn.
Skarpur, 23.5.2008 kl. 08:34
Í síðasta virkilega Kötlugosi, 1918, færðist ströndin fram um 3 km.
Fram til 1666 börðu öldur Atlantshafsins klettana fyrir austan Reynisfjall og að Mýrdalssandi. Þá varð mjög mikið gos samfara mikilli suðaustanátt. Þá hlóðst upp sú flata strönd sem við þekkjum núna í dag. Þorpið í Vík er á þessari landfyllingu. Með þessu opnaðist góð leið en áður var farin svonefnd Arnarstakksheiði og kemur hún fyrir í Njáls sögu. Segir t.d af Þangbrandi presti fara þá leið þá hann reið frá Kerlingardal. Flosi reið einnig Arnarstakksheiði þá hann fór að finna Runólf í Dal. Og enn kemur heiði þessi við sögu þá Kári Sölmundarson ríður hana ásamt Þorgeiri skorargeir. Og hinsta sinni er minnst á heiði þessa þegar Hallur á Síðu fer hana en þá var hann að leita sátta fyrir Flosa við þá Kára og Þorgeir.
Ljóst er að við næsta Kötlugos eyðist allur gróður. En sandurinn er góður til uppgræðslu, það verður aðeins að hafa nægar birgðir af fræi af lúpínu og melgresi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.