Þröngsýni og afturhald.

Að forsætisráðherra skuli tala með þessum hætti án þess að hafa hugmyndi um hvað hann er að segja er klént. Allir sem ræða þessi mál af viti telja skynsamlegt að kynna sér og kanna hvort aðild skili okkur ávinningi. Það hefur ekki verið gert og á meðan vita hvorki Geir Haarde eða nokkrir aðrir hvort og hvernær slíkt kæmi til greina.

Mér sýnist að fáeinir lærisveinar Davíðs í Sjálfstæðisflokknum td. Geir og BÍBÍ auk afturhaldþingmanna VG tali með þessum hætti. Allir aðrir séu að gera sér grein fyrir að við þessum málum verði að hreyfa. Mér sýnist að með sama áframhaldi verði þessir fulltrúar þröngsýni og afturhalds skildir eftir undir Svörtuloftum með yfirgúru og lærimeistara meðan þjóðin heldur á vit framtíðarinnar.


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sammála - þessir menn dragast aftur úr og einangrast. 

Þessi staða þjóðarinnar er ekki ósvipuð og fyrir 1008 árum þegar Evrópumálin voru þau að kristinn siður skyldi ríkja í álfunni. Þá vorum við að einangrast með okkar heiðna sið. 

Niðurstöðuna þekkjum við- kristinn siður varð ríkjandi í álfunni og svo er enn.

Nú eru það efnahagsmálin sem hafa tsamstarf ekið við og allar þjóðirnar í Evrópu eru að taka upp efnahagslegt og peningamála .  

Við komumst ekki hjá því að fylgja með og því fyrr því betra.

Sævar Helgason, 17.5.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Sævar Helgason

 Leiðrétting á texta:

Sammála - þessir menn dragast aftur úr og einangrast. 

Þessi staða þjóðarinnar er ekki ósvipuð og fyrir 1008 árum þegar Evrópumálin voru þau að kristinn siður skyldi ríkja í álfunni. Þá vorum við að einangrast með okkar heiðna sið. 

Niðurstöðuna þekkjum við- kristinn siður varð ríkjandi í álfunni og svo er enn.

Nú eru það efnahagsmálin sem hafa tekið við og allar þjóðirnar í Evrópu eru að taka upp efnahagslegt og peningamála samstarf.  

Við komumst ekki hjá því að fylgja með og því fyrr því betra.

Sævar Helgason, 17.5.2008 kl. 15:19

3 identicon

Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, ég er óflokksbundin, en ég tek ofan fyrir Geir. Hlustið þið á það sem hann er að segja, því það er sannleikur. Ég bjó í hjarta evrópu í 30 ár og er ný flutt aftur heim. Ég varð vitni að því þegar evrópa sameinaðist, landamærinn opnuðust og allt breyttist. Svo kom evran og rústaði restinni fyrir meðalmanninum. 11 milljón þjóðverja búa UNDIR fátækramörkum,,, í köldum íbúðum...   4 hvert barn í Berlín líður skort. TIL HAMINGJU EVRÓPA!!!  Flott mál maður! Þetta er svipað í allri evrópu nema Lúxemburg sem er ennþá ríkt land.

 Geir talaði úr mínum munni í kvöld. Við ERUM mjög sérstök þjóð. Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju? Halló? Ég ráðlegg hverjum einasta íslending með skoðanir, að lesa ÖLL evrópulögin áður en þeir dæma Geir og hans staðreyndir. Síðan ættu þeir að lesa allt um Jón Sigurðsson heitinn. Nei ég hef ekki lesið öll evrópulögin en ég upplifði tonn af þeim. Rockhard reality!

Ég elska þetta land og dáist að þjóðinni með allann sinn dugnað, og þegar maður upplifir í hnotskurn hvað þetta evrópusamband er, þá þakkar maður fyrir að koma hingað heim og taka þátt í samhentu reddingarþjóðfélagi sem stendur sig eins og stórveldi. Það má margt betur fara hér á landi, en ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa að búa undir evrópubákninu. Að ég þurfi aldrei aftur að borða bara útlenskt kjöt eða grænmeti. Íslensk matvara er lostæti!

Ef þið bara vissuð hvað Ísland er mikil paradís. Ég bjó í 88 miljón manna þjóðfélagi og borgaði 6 sinnum meira í rafmagn og hita en ég borga hér á landi. Ég þakka Guði í hvert sinn sem ég drekk ískalt vatn úr krananum, því það er ekki búið að fara 7 sinnum í gegnum mannslíkamann. Mér finnst að þjóðin mætti taka sig aðeins á, og Geir mætti rassskella alla ríkisstjórnina opinberlega á Austurvelli :=)

anna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Sævar Helgason

Anna !

Hér á Íslandi lifir þú nú þegar 70 % undir regluverki ESB-vissir þú það

Okkur skortir stöðugleikann og agann við efnahagsstjórnunina hjá okkur sem ríkir meðal ESB aðildarríkja ,sem fylgir evrunni.

Nú eru okkar menn á hnjánum fyrir utan Seðlabanka nágrannaríkjanna til að reyna að tryggja neyðaraðstoð eftir sukkið og óráðsíuna við stjórn efnahagsmála síðustu árin-örkrónan okkar er að verða okkur rándýr og almenningur borgar .

Því miður eru uppsagnir byrjaðar á starfsfólki og margir eru áhyggjufullir með hvernig ástandið verður með haustinu 

Sævar Helgason, 18.5.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Draumurinn um örríkið sem lifir utan þjóðfélaga með blóm í haga minnir á ævintýrið um Pétur Pan. Sævar...sennilega er það nær 80% og þar höfum við engin áhrif á... höfum undirgegnist það að láta aðra um það og taka við samkvæmt EES samningi.

Anna...draumur þinn er fagur en óraunhæfur því þegar hefur þetta átt sér stað að mestu leiti sem þú vilt ekki sjá hér

Jón Ingi Cæsarsson, 18.5.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mér finnst þessi pistill Önnu allrar athygli verður, hún sér þetta frá öðru sjónarhorni en við og það ber að virða það. Það er ekkert leyndarmál að launþegar í mörgum löndum hafa farið mjög illa á upptöku evru, bið menn og konur að gera ekki lítið úr því. Holland og Portúgal eru skólabókardæmi. Það er margt sem þarf að varast. Gefa sér tíma og gera þetta almennilega. Við sem munum eftir myntbreytingunni hér á landi um 1980 ættum að vita hvernig hægt er að klúðra hlutum á ævintýralegan hátt. Látum það ekki gerast aftur.

Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband