VG. Stórir sigrar í skoðanakönnunum.

Fréttablaðið með könnun. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur nærri kjörfylgi, Framsóknarflokkurinn nær sér ekki á strik og litlu flokkarnir ná sér ekki á strik frekar en Framsókn. VG að færast upp á við og eru vel yfir kjörfylgi.

Svarhlutafall er að vísu afar lágt eða 55% sem segir að 440 manns svara, sem gerir þessa könnun afar ónákvæma.

Það er sama tilhneyging og verið hefur í sögu Vinstri grænna, þeir vinna stóra sigra í skoðanakönnunum, sérstaklega ef svarhlutfall er lágt, en það skilar sér ekki þegar á hólminn er komið. Umhugsunarefni fyrir þann flokk.

Niðurstaðan úr þessari könnun er sem sagt, ekkert óvænt nema ef vera skyldi hið háa hlutfall þeirra sem ekki svara.

 


mbl.is Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endurtek bara það sem ég skrifaði hjá Dofra:

Við skulum nú ekki fara á límingunum vegna þessa. Svona fylgissveiflur þekkjast og hafa ósköp lítið að gera með þotur og jafnvel enn minna um aðgerðir í efnahagsmálum, sem reyndar hafa ekki komið fram enn. Níu prósenta sveiflan er lausafylgi Samfylkingarinnar sem nú gefur flokknum holla gagnrýni. Ráðherrar Samfylkingarinnar í heildina tekið hafa staðið sig betur ef það er mælikvarði. Ef fólk hefði verið spurt um hvor ráðherrahópur ríkisstjórnarinnar hefði staðið sig betur hefði Samfylkingin vinninginn. "Trendið" er að þeir flokkar sem fara í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum skaðast á því - tímabundið. Ástæðan er stórt fastafylgi Sjálfstæðisflokksins. Fasta fylgið er 30% og þarf mikið til að þetta breytist. Um 80% málefnasamningsins er komið á hreyfingu eða búið að framkvæma. Rýni mín byggir á víðtækri reynslu Jóns Ásgeirs heitins, en af honum lærði ég mikið. Sjálfstæðismenn eru í kviksandi, sérlega í borgarmálefnunum. Þá er stjórnarandstaðan á Alþingi sundurleit og sú slappasta sem man eftir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Skoðanakannanir segja nákvæmlega ekki neitt - það sýnir sagan. Það eina sem fæst út úr skoðanakönnunum er að þær eru atvinnuskapandi fyrir það fólk sem vinnur við þær.

Páll Jóhannesson, 22.4.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar þingmál eru skoðuð þá finnst mér að sum þingmál sem Samfylkingin hefur átt þátt í vera ekki tilefni til mikilla vona. Lítum t.d. á þessi svonefndu varnarmál sem munu kosta íslenskan almenning 1350 milljónir króna á þessu ári! Finnst þér þetta vera forsvaranlegt Jón? Hvað væri unnt að gera fyrir þessa miklu fjármuni í þágu þjoðarinnar? Vantar ekki aukna fjármuni í rekstur heilbrigðiskerfisins, menntamálin og samgöngumálin svo dæmi sé nefnt?

Einhver gerviher væri sennilega betur kominn eitthvert annað en við þurfum að búa betur í haginn fyrir pkkur venjulegt fólk á Íslandi. Við þurfum ekki að draga til okkar aukinn straum herflugvéla til að æra okkur og trufla fuglalífið eins og eg hefi nokkrum sinnum orðið vitni að. Ó nei, við eigum að leyfa stórveldunum að hafa sína stríðsleiki út af fyrir sig heima hjá sér en þeir eiga að láta okkur í friði.

Kveðja norður heiðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.4.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæll Jón, ég held að það sé janmikið að marka þessa könnunn eins og allar aðrar. Þetta fer ekki eftir því hver fer vel eða illa út úr þeim.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/?offset=40

Víðir Benediktsson, 22.4.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er mikið sammála Alexi Birni.  Hann telur mikilvægt að laga kjör öryrkja og lágtekjufólks, eins og margir jafnaðarmenn sem kusu flestir Samfylkinguna.  En hann hefur greinilega kosið flokk sem hefur komið meiru góðu til leiðar en Samfylkingin. Hvaða flokk ætli hann hafi svo kosið, langar mig svo að vita.

Gleðilegt sumar.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 01:16

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nefnið mér einn flokk sem hefur stutt öryrkja og aldraða ....... sá flokkur er ekki til.

Páll Jóhannesson, 24.4.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er svolítið ruglingslegt hjá Alex...en ég veit þó að hann er Frammari og sem slíkur ber hann ábyrgð á ástandi sem Samfylkingin er að byrja að laga. Það mun því miður taka nokkurn tíma því tjón síðustu 12 ára er mikið.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.4.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband