11.4.2008 | 09:28
Ábyrgð veitingamanna.
Ég vildi að þetta væri einsdæmi en svo er ekki. Náinn ættingi minn lenti í því á síðasta ári að dóttir hans fór með vinnufélögum á veitingastað hér í bæ. Ekki nóg með það að stúlkan kæmist auðveldlega inn á staðinn framhjá dyravörðum heldur fór hún beint á barinn og keypti sér bjór með kortinu sínu. Stúlkan sú er frekar barnaleg ef eitthvað er.
En hvernig fór svo þetta mál. ? Faðir hennar kærði veitingastaðinn tl lögreglu en ekkert hefur sést að starfssemi þess staðar hafi breyst á einn eða annan hátt. Síðar á árinu heyrði ég svipaða sögu frá sama veitingastað en hef hana ekki staðfesta. Ef rétt er sem varla þarf að efast um í ljósi sögunnar er brotaviljinn einbeittur eða tómlætið allsráðandi.
Ábyrgð veitingamanna er rík en því miður eru ýmsir sem ekki gera sér grein fyrir því.
15 ára keypti vín með korti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður eru til svona dæmi í fleiri bæjarfélögum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:46
Ég veit dæmi þess að 14-15 ára unglingar hafi afgreitt áfengi.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 10:25
Ábyrgð veitingamannsins er skýr og bundin í lög. En hver er ábyrgð föðurins? Ber hann ekki mun meiri ábyrgð á þessu en veitingamaðurinn. Sjálfum finnst mér veitingamaðurinn hafa mun meiri ástæðu til að kæra föðurinn fyrir þetta athæfi stúlkunnar en öfugt.
Daníel (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:58
Fáránleg athugasemd Daníel... forleldrar fylgja ekki börnum sínum hvert fótmál. Það á að vera hægt að treysta veitingastöðum að fara að lögum. Þetta er svipað og kenna foreldrum um að börn fái tóbak afgreitt i verslunum... Það er veitingastaðirinn sem er að brjóta lög...en ekki foreldri... mér sýnist að þú sért að mæla þessu bót.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.4.2008 kl. 09:12
Ég lít svo á að ábyrgð á uppeldi barna sé fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og meðal þess sem felst í því uppeldi sé að kenna börnum ábyrga hegðun, t.d. gagnvart umgengni við vín. Það getur vel verið að þér finnist það fáránlegt en mér finnst það ekki. Ég get ekki ályktað öðruvísi en svo að fari barnung stúlka inn á veitingastað og kaupi þar vín þá hafi eitthvað farið úrskeiðis í uppeldinu. Þess vegna spurði ég hver ábyrgð föðurins væri því ekki ber veitingamaðurinn ábyrgð á uppeldi stúlkunnar. Þó svo ég sé ekki sammála þér dettur mér hins vegar ekki í hug að kalla þinn málflutning fáránlegan og hélt satt best að segja að þú værir sjálfur málefnalegri en svo að ráðast fram með slíku orðalagi þegar þú misskilur málflutning annarra. (P.S. Mér dettur ekki í hug að kenna foreldrum um að börn fái afgreitt tóbak í verslunum. Mig grunar hins vegar að reykingar barna séu frekar á ábyrgð foreldranna en verslananna).
Daníel (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.