Gott mál og fín niðurstaða.

Kynntar voru íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum var meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög eru að standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins.

Jafnréttisstofa segir, að ástæður þess að Akureyrarbær fékk hæstu einkunn séu meðal annars jafnt hlutfall kynjanna í bæjarstjórn, jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum, og sú staðreynd að bæjarstjórinn sé kona. Auk þess komi bærinn vel út hvað varðar dagvistun barna á aldrinum 1-5 ára og ágætlega hvað varðar hlutfall kynjanna í íbúafjölda.

Svo segir í þessari frétt á mbl.is. Þetta er afar ánægjulegt fyrir okkur Akureyringa og er í mikilli mótsögn við það sem almannarómur hefur gjarnan sagt um bæinn okkar. Við erum stundum afar dugleg við að tala niður stöðu mála hér í bæ og mjög oft á sú umræða takmarkaða stoð í raunveruleikanum.

Hver man ekki endalausa umræðu um Akureyri með allt niður um sig í jafnréttismálum og það síðast ekki fyrir svo löngu síðan.

Auðvitað er það ekki svo enda er stjórnsýslan hér í bæ vönduð og bærinn okkar býr að frábæru starfsfólki á öllum sviðum. Kannski erum við bara svona dugleg við að leita uppi neikvæða umræðu og fara mikinn.

Þessi niðurstaða er í skemmtilegu ósamræmi við það sem haldið hefur verið fram í gegnum árin.


mbl.is Staða jafnréttismála best hjá Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nánar á http://www.tft.gender.is/is/ var þarna í hádeginu, kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:03

2 identicon

Jahá....   Ætli Akureyrarbær fái svo ekki hæstu einkunn fyrir skipulagsmál líka þrátt fyrir að vera með  brækurnar  á hælunum í þeim málaflokki í mörg ár líka?  Þetta hlýtur að tengjast því hvað bæjarfélagið þarf að tapa mörgum dómsmálum í málaflokknum áður en niðurstaða fæst...

Björn M (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband