Einokunartímabilinu að ljúka.

Það eru gleðifréttir fyrir íslenska neytendur að einokunartímabili Framsóknarflokksins og kaupfélaganna er að ljúka. Í gamla daga voru það danskir kaupmenn sem réðu því hvað íslendingar borðuðu og hvað það kostaði. Þeim var úthlutað svæðum og engir aðrir máttu versla þar. Síðan tók við einokununartímabil kaupfélaganna þegar neytendur voru ofurseldir kaupfélaginu og Framsóknarflokkunum á staðnum og það samvinnufyrirbæri valdi hvað fékkst og hvað það kostaði.

Síðan hefur þessi einokun verið á undanhaldi og hver greinin á fætur annarri hefur farið út úr einokunarkerfinu og samkeppni tekið við. Samkeppni og fákeppni er ekki það sama þannig að ég er ekki að halda því fram að neytendur búi t.d. við frjálsa samkeppni í matvörugeiranum, það er fákeppni þar sem haldið er uppi verði sem er algjörlega ósambærilegt við það sem er víða nærri okkur í umheiminum.

Nú eru dönsku einokunarkaupmennirnir horfnir, nú eru kaupfélögin að mestu horfin, nú er Framsóknarflokkurinn horfinn og nútíminn að taka við.

En nú er komið að landbúnaðarafurðum, þ.e, kjötmarkaði og því sem honum tengist...ef til vill fleiru. Þar hefur fyrirkomulag einokunaráranna á 18. og 19. öld verið við lýði undir örðum formerkjum. Við íslendingar höfum ekki haft val. Nú gæti verið komið að því og aflagt það fyrirkomulag að Framsóknarflokkurinn og þeir sem honum hafa tengst hafa búið til verndað svæði þar sem neytendur hafa verið fórnarlömbin. Því er vonandi að ljúka.

Ég hef fulla trú á íslenskum landbúnarafurðum og íslenskum bændum í samkeppni. Þeir framleiða hágæðavöru. Vandamálið er að þeir hafa enga trú á sjálfum sér og þess vegna fer þessi umræða ávallt í þann farveg að verið sé að vega að bændastéttinni.

Þó svo flutt séu inn dönsk húsgögn er það ekki aðför að íslenskum trésmiðum eða þó inn séu flutt ýmist rafmagnstæki er það ekki aðför að íslenskum iðnaði. Þetta er nútíminn og gott að hann er allur að renna upp hér á landi.


mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er ég ekki jafn bjartsýnn og þú kæri Jón? 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

Hvað ertu nú að fara ?  Hvaða húsgagna framleiðendur innlendir eru eftir ? Afhverju lagðist sá iðnaður af ?  Innflutt rafmagnstæki, er mikið um slíka framleiðslu hér á landi ?  Jón hvað er þetta ? 

Ég óttast um mjög mörg störf í landbúnaði og kjötvinnslu verði  þetta niðurstaðan. 

Í ákv. versl.keðju hér á landi hafa verið til sölu danskar kjúklngabringur um skeið, verðið frábært eða hvað ??  Þegar skoðar er á pakkningar má sjá að hver bringa innihledur 40% vatn !! Frábært að kaupa innflutt vatn ekki satt ? 

Líka gaman að hafa það hugfast að drykkjarvatn í framl. landi þessara afurða er ekki gott, heimamenn hvetja til þess að drekka ekki  af krana !

Ath. ekki segja mér að vatn sé líka notað hér á landi ég veit það.  Lögjöfin bannar hinsvegar meira en 10% hér.

Gunnar Níelsson, 5.4.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þú ferð kannski ögn út af sporinu í restina Jón, en ég er fyllilega sammála, þetta er löngu tímabært. Verndarstefna og ríkisstyrkir eiga ekki heima í atvinnulífi.

Hvað gæði vörunnar snertir, þá er það tvískipt. Hráefnið sjálft er fyrsta flokks. En unnar vörur eru ekki alltaf í sama gæðaflokki, en þó verndaðar af ríkinu. Tildæmis ostar - það er með herkjum að hægt sé að kalla það sem OSS/MS bjóða landanum ost. Sér í lagi ekki þegar þú kemur út í sérstakari gerðir eins og Mozzarella, Mascarpone eða mygluosta. (Hefur enginn orðið var við að íslenskir hvítygluostar bragðast allir eins ?)

Svo ég skjóti aðeins í áttina að Gunnari: Þó svo að danska frykkjarvatnið sé ekki það besta í heimi, þá eru Noregur og Svíþjóð með alveg príma drykkjarvatn sem er fullboðlegt úr krana og síst verra en kísil- og brennisteinssúpan sem er í boði sumsstaðar hérlendis.

Að auki má bæta því við að þó svo að það megi flytja inn hrátt kjöt, þá er ekki þar með sagt að allir eigi að hlaupa til og flytja inn kjúklingabringur. Þær íslensku eru á svipuðu verði og þær erlendu (amk ef þær eru keyptar á tilboði í bónus) - það væri nóg að flytja inn það magn sem þarf til að lækka verð innlendu vörunnar.

Það mætti tildæmis flytja inn vörur sem sjást ekki hér almennt - sænskar pylsur, norskar/sænskar/finnskar hreindýrssteikur, geitakjöt, héra, sænskan/norskan/finnskan elg og svo mætti lengi telja.

Fjölbreytni er góð, og þessi löggjöf, ef rétt notuð, gæti alveg orðið til þess að ýta undir fjölbreytni. Ef bændur þurfa eitthvað að endurskipuleggja hjá sér reksturinn í leiðinni, þá er það ekkert verra.

Þór Sigurðsson, 5.4.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er kjötiðnaðarmaður og vinn við sölu í þeim geira í minni fastavinnu.. Ég er sammála Jóni í þessari grein hans að mestu.  Ég óttast ekki innflutninginn þannig lagað séð því við erum nú þegar með kjötskort í landinu.  Ég óttast hinsvegar að kjötiðnaður leggist af líkt og bakaraiðnin er að leggjast af í boði ISAM og Myllunar með undirboðum á bökunarvörum.. handverkið er að deyja og bónus væðingin tekur við.. en þessi þróun er löngu byrjuð og byrjaði í raun þegar SS fór að flytja inn erlenda starfsmenn í stórum stíl í kringum 1988 og eftir flutningin á Hvolfsvöll þá stigu þeir skrefið til fulls og nú er svo komið að íslenska er tungumál sem bara heyrist á skrifstofunni. Nemar heyra sögunni til líkt og í bakariðninni þar sem 2-3 útskrifast á ári miðað við 10-15 hér fyrir nokkrum árum.  ef farið er um kjötvinnslur landsins er eins gott að kunna pólsku því eins og staðan er í dag þá er þetta orðið pólskur iðnaður og yfirmennirnir sumstaðar pólskir líka..

En það má geta þess að þessi opnun inn í ESB er mér að skapi og opnar einnig fyrir íslenskar afurðir ótollaðar til evrópu...

Óskar Þorkelsson, 5.4.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm vil bæta við.. pólskur kjötiðnaður stendur mun framar þeim íslenska .

Óskar Þorkelsson, 5.4.2008 kl. 20:24

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Veltan á 400 ærgilda búi er 3.240.000 og þá er ég að tala um heildarveltuna þá eftir að borga allan rekstrarkostnað.

laun hvað er það

Jón Segðu mér hvernig þú mundir Hagræða

Ég veit að það er fyrir löngu, af engu að taka  

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta eru skemmtileg skoðanaskipti. Ég verð að segja að mér finnst umræðan vera orðin málefnalegri en áður. Það er merkileg þróun...eða kannski ekki að íslendingar fást ekki til að vinna í kjötvinnslum lengur. Síðast þegar ég kom inn að kjötlínu Norðlenska var enginn Íslendingur að skera.... öll línan voru pólverjar. Eins er þetta í pökkun og fleiru í matvælavinnslunni... íslendingar eru fáséðir. Þetta eru mikið erlendir farandverkamenn. Ég er sammála Gunnari...sumsstaðar er vatnið í nágranaríkjum okkar afleitt en annarstaðar er það jafngott og hér.

Sérfræðingar segja að sauðfjárbú á Íslandi séu flest of lítil. Hagræðing færi sennilega fyrst og fremst fram með fækkun búa og stórbú munu byggjast upp í auknum mæli á sauðfjárlöndum en leggjast að mestu af annarsstaðar. Það er td ekki mörg sauðfjárbú eftir í Eyjafirði. Sennilega munu byggjast upp miklu stærri bú þar sem ræktaðir verða nautgripir en ég held að mjólkurvinnslu hér verð vart ógnað með innflutningi nema þá kannski helst í ostum og slíku sem nefnt er hér að ofan. Ég verð því miður að vera sammála því sem þar er sagt um ostana okkar... við stöndum td dönum og norðmönnum að baki þar.... og það segi ég ostakjafturinn.

Ég held líka að kjúklingabúskapurinn hér haldi velli...gæðin eru fín en ég efast frekar um svínabissnessin...þar er slakt fyrir minn smekk. Danir eru hrein snilld í svínum.

Og svo er byrjaður áróðurinn...allt svo voðalega sýkt í útlöndum...kamfílobakter ... salmnella og  ég veit ekki hvað og hvað.... ég skil bara ekki í því að nokkur maður skuli vera á lífi í þessum bráðeitruðu útlöndum.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þó einn og einn drepist þá fréttum við nú lítið af því. 2006 drápust 28 manns úr nellu í Danaveldi og 280 manns veiktust það illa að  það nær sér aldrei.

Ég efast um það að íslendingar myndu sætta sig við það að íslenskir bændur byðu upp á svoleiðis öryggi

en allt snýst þetta um peninga. Vonandi verða kröfur um nellueftirlit minnkað því þá lækkar kostnaður verulega

það er ekki ókeypis að bjóða nellufría vöru 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Salmonellan er hér á landi, það sem hjálpar mest gegn henni eru aðstæðurnar sem hér eru. hitastigið á landinu almennt er fyrir neðan kjörhitastig salmonellu svo ég hef ekki miklar áhyggjur af henni.

Óskar Þorkelsson, 6.4.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband