20.2.2008 | 21:01
Kusk á hvítflibba.
Þingmaður sem uppvís verður að lögbroti er alltaf í vondum málum. Það eru nefnilega þingmenn sem setja lög og ef þeir geta ekki og skilja ekki að eigi að fara eftir þeim eru þeir á hálum ís.
Birkir Jón reynir að verja lögbrot sitt með máttleysislegum hætti og talar um tvískinnung. Þessi tvískinnungur er bundin í lög sem kollegar Birkis Jóns settu og eru í fullu gildi. Þingmaðurinn er þar með lögbrjótur sem ber að refsa sem slíkum. Hann hefur viðurkennt brot sitt og er því auðdæmdur.
Það ljóta í þessu er slæm fyrirmynd og glámskyggni. Hvernig er hægt að ætlast til að hinn almenni pöpull farið að lögum þegar þingmenn líta á það sem rakinn óþarfa að fara eftir þeim.
Birkir Jón... það er hallrærislegt að græða peninga á lögbrotum og lýsir græðgi og dómgreindarleysi.
![]() |
Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 819290
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Telst þetta ekki æskubrek kæri vin?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:05
Það er ekki hægt að afsaka lögbrot með ungum aldri. Karlinn er nú að verða þrítugur og ég var með hátt í 10 ára barn á hans aldri
Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2008 kl. 21:07
Ég er svo fullkomlega sammála þér Jón Ingi , hvernig eiga foreldrar að kenna börnum sínum um boð og bönn , þegar þeir sem lögin setja, gefa skít í þau. Og svo afsakar hann sig með því , að það séu svo margir sem spili póker upp á peninga, að það verði bara að breyta þessum lögum í samræmi við " breytt ástand í þjóðfélaginu" og það ber að taka tillit til þess. Sagði þingmaðurinn.
Á þá ekki að hætta að taka þessa fíkniefnasmyglara alltaf hreint, þetta eru jú orðnir svo margir sem standa í þessum innflutningi á þessum sterku efnum, enda svo margir farnir að nota þau. Þetta er jú "breytt ástand" í samfélaginu, og það ber að taka tillit til þess.
Nú eða á ekki bara að lögleiða ölvunarakstur það eru jú orðnir svo margir sem aka undir áhrifum.
OG ÞAÐ ER JÚ BREYTT ÁSTAND Í SAMFÉLAGINU. Svo notuð séu rök þingmannsins fyrir lögbroti hans .
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:30
Bloggaði líka. Hann þarf að svara til saka líkt og aðrir samfélagsþegnar. Ef ekki...það er það undarlegt.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:09
Bíðið nú samt við hvað með þessa háaldraða menn sem stunda nákvæmlega sama hlutinn, en leikurinn er kallaður Bridge?
Ég hef lesið mikið að af skoðunum manna um ummæli Birkis en lítið um innihald þess sem hann segir. Hvernig má það vera að hann eigi einn að gjalda fyrir það að spila póker þegar aðrir þekktir einstaklingar löggjafavaldisins spila bridge, golf eða bingó undir nákvæmlega sömu kringumstæðum?
Adam (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:37
Hún er römm setningin: hvað sem höfðingjar hafast að.. Það er líka bannað.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:19
Þið fallið í sömu gryfju og blaðamaðurinn vildi að þið félluð í. Stillir frásögn af því að Birkir hafi spilað póker um helgina og svo er sagt frá því að það sé ólöglegt að hafa atvinnu af póker eða að græða á því að láta slíkt fara fram í sínum húsum. Út frá því er auðvelt að glepjast til að álykta að Birkir Jón hefði framið lögbrot. Það hefur hann ekki gert og engin hefur sýnt fram á að þessi spilamennska hafi yfir höfuð verið lögbrot.
Gestur Guðjónsson, 21.2.2008 kl. 10:42
Það var þingmaðurinn sem féll í gryfju en ekki þeir sem segja frá þeim. Þið framsóknarmenn eruð ótrúlegir
Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2008 kl. 12:36
Þingmaðurinn braut nákvæmlega engin lög, eins og skýrt er tekið fram, ef bræðin er lögð til hliðar og lesið er aðeins. Einungis er bannað að afla aðal tekna af fjárhættuspili, hýsa fjárhættuspil í eigin húsnæði sem og að hvetja aðra til fjárhættuspils.
Það er nákvæmlega enginn munur á því að borga sig inn á bridds mót þar sem peningaverðlaun eru veitt og að borga sig inn á pókermót þar sem peningaverðlaun eru veitt. Það er þessi tvískinnungur sem mig grunar að þingmaðurinn hafi verið að tala um.
Finnur Hrafnsson, 21.2.2008 kl. 17:46
Er ekki munur á því hvort lagt er undir eða spilað til verðlauna ?
A (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.