Reykjavík ó! Reykjavík

Segja Vilhjálm verða borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, mun sitja áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áfellisdóma um störf hans í svonefndu REI-máli sem er að finna í skýrslu stýrihóps um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er mat þeirra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við. Staða Vilhjálms er þó erfið að mati þeirra.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skýrslu stýrihópsins var fagnað. Þar kom fram að allir borgarfulltrúar flokksins hefðu farið yfir skýrsluna og full sátt ríkti um niðurstöðuna.

Þetta er hluti fréttar á Ruv en töluverð umfjöllun um þetta mál var þar í hádegisfréttum. Einhverra hluta vegna er Mogginn seinn með þessar fréttir og mest er talað um vont veður á þeim síðum eins og er. Cool

Það eru nokkur umhugunarefni í þessu ferli og niðurstöðu.

Vilhjálmur og félagar hans hafa gert sig seka um mistök, fara ólöglega með vald, gert sig seka um alvarlegt dómgreindarleysi og sýnt það á flestum sviðum að þeir réðu ekki við verkefnið. Sjallar segja að ríki full sátt um niðurstöðuna. Staða Vilhjálms er samt erfið.

En þrátt fyrir þetta allt... ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að leggja blessun sína yfir málið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera Vilhjálm að borgarstjóra á ný, Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gefa Reykvíkingum langt nef í þessu máli.

Og Vilhjálmur grætur pínulítið fyrir okkur og svo á allt að vera gleymt.

Ef þetta er ekki pólitísk spilling og ósvífni er ekkert til sem það heitir. Og svo að lokum má velta fyrir sér því verklagi að stjórnmálamennirnir í Reykjavík stofni starfshóp sem settur er í að rannsaka sjálfa sig. Það finnst mér orka tvímælis og er ekki traustsvekjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband