6.2.2008 | 23:40
Fyrir 46 árum.
Alltaf gaman af gömlum myndum. Þessa rak á fjörur mínar fyrir nokkrum árum. Það hafði orðið árekstur við þvottaplanið í Strandgötu sem var gengt Herrabúð Þorsteins heitins Austmars. Þetta var bíll frá Niðursuðverksmiðju KJ en ég man ekki á hverjum hann lenti.
Börnin á Eyrinni mættu að sjálfsögðu því svona atburður þótti nokkur tíðindi. Gallinn er að ég þekki of fáa á þessari mynd og hefði verulega gaman af ef einhverjir þekktu þarna einhverja sem ég kem ekki fyrir mig.
Ég þekki eftirtalda. 2. frá vinstri sú stærsta á myndinni, Sigrún úr Grundargötu 3. 7. frá vinstri og hallar sér fram á brettið... Þorsteinn Árnason bifvélavirki sem þá bjó í Lundargötu 15. 9. frá vinstri með hvítan kollinn er undirritaður og að lokum lengst til hægri sýnist mér vera Jón Marinósson úr Norðurgötu 13.
Á myndinni eru 11 krakkar og mér þykir það heldur klént að ég þekki ekki nema 4 af einhverri vissu. Ef menn sem þetta sjá hafa tillögur um hina væri það vel þegið.
Með því að klikka tvisvar á myndina fæst stór mynd og nokkuð skörp.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur verið hressilegt búmp, því boddíið á svona bílum var sterkt. Svona boddí hefur staðið lengi í Norðurárdalnum syðra og sér ekki á því.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.