31.1.2008 | 12:17
Ekki undarlegt... Sjálfstæðisflokkurinn með allt upp á bak.
Þetta er ekki undarleg niðurstaða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert upp á bak í Reykjavík og hver mistökin á fætur öðrum bylja á landsmönnum og trúverðugleiki hluta Sjálfstæðismanna er rokið út í veður og vind.
Auðvitað hafa klaufaleg vinnubrögð borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík mikil áhrif, enda sjaldgæft að sjá slíkan klaufagang í stjórnmálum á Íslandi.
Nú er að sjá hver þróun mála verður næstu mánuði. Það er greinilegt að málefnastaða Samfylkingar er sterk og þó svo ég sé hallur undir málstaðinn fer ekki á milli mála að Dagur ber af oddvitum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Hann hefur styrkt stöðu sína mjög og allur annar gangur á honum en borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna svo ég tali nú ekki um nýjan borgarstjóra.
Fylgi Samfylkingar eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála
þorvaldur Hermannsson, 31.1.2008 kl. 12:26
Því miður er þetta bara skoðunarkönnun, óttast þann ands... að kjósendur Sjálfstæðisflokksins verði búnir að gleyma eins og Villi þegar í kjörklefann kemur, því miður.
Páll Jóhannesson, 31.1.2008 kl. 20:24
Hætt er við að kvarnist úr fylgi Samfylkingarinnar ef ráðherrar hennar ætla að feta í fótspor Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með umdeildum embættaveiting-um, sbr. síðast setningu samgönguráðherra í stöðu yfirmanns á Keflavíkurflugvelli. Ég fyrir mitt leyti geri þá kröfu til Samfylkingarinnar að embættaveitingum sé hagað þannig að þær séu yfir pólítísk sjónarmið hafnar.
Freyr Ófeigsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:35
tek undir með Frey.. samfylkingin er á smá villigötum í dag.
Óskar Þorkelsson, 1.2.2008 kl. 12:19
Einhver sagði að vandi samfylkingarinnar væri sá að menn gerðu ríkari siðferðiskröfur til hennar en annarra stjórnmálaflokka.
Ég held að þetta sé ekki vandi, heldur eðlileg krafa. Við viljum jafnrétti og réttlæti og réttlátt þjóðfélag. Þá er okkar að haga okkur samkvæmt því ekki bara stundum heldur alltaf. Ekki bara ráðherra, heldur líka hinn almenna flokksmann.
Umdeildar stöðuveitingar? Kannski. En maður getur ekki tekið mark á allri gangrýni. Ein sem kvartaði yfir að á sér væri brotið var tengdadóttir fyrrum ráðherra framsóknarflokksins, sem var komin á unga aldri í stjórnunarstarf og maður hennar skipaður yfir Samkeppnisstofnun nýstropaður í námi.
- Bara datt þetta í hug.
Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.