30.1.2008 | 22:28
Kjarsamningar og kjararýrnun.
Það er sannarlega kominn tími til að koma kjaraviðræðum almennilega af stað. Verðbólga er 6% og enginn breyting hefur orðið á launatöflum frá 1. janúar 2007. Launaskrið hefur einnig minnkað stórlega á árinu 2007 og víða sér merki þess að samdráttarskeið sé framundan.
Það að nú er heilt ár síðan breyting varð á launatöflum þeirra félaga sem nú eru með lausa samninga eru kjararýrnun launamanna innan þeirra raða hröð þessi misserin. Kjararýrnunin nemur þegar þessum 6% sem láglaunafólk þolir afar illa eins og gefur að skilja
Ábyrgð samningsaðila er mikil að ná kjarasamingum. Opinberir starfsmenn bíða handan hornsins og sveitarfélögin koma með haustinu. Vonandi koma stjórnvöld að málinu þegar kjaraviðræður komast á alvöru viðræðustig og lending náist í framhaldi af því. Verkföll eru ekki skemmtilegur kostur en gætu komið til ef ekkert gengur.
Mér finnst að vinnuveitendur og verkalýðshreyfing hafi ekki verið að leggja sig fram í þessum viðræðum fyrr en þá nú. Það hefur verið ríkjandi tómlæti vikum saman og báðir aðilar biðu eftir að málin bara "redduðust" svona eins og fyrir kraftaverk.
En nú eru menn komnir í alvöru kjaraviðræður og því von til að lending náist á næstunni. Kannski ekki á morgun og ekki hinn en kannski í febrúar. Það er breyting frá því sem útlit var til fram að þessu.
Samningur að nást um forsendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gaman að sjá fólk sem tengist sveitarstjórnarmálum blogga með þessum hætti. Alltof oft hefur það gerst að sveitarstjórnarfólk skýli sér á bakvið LN þegar kemur að kjarasamningum við þær stéttir (kennara) sem semja við sveitarfélögin. Þú talar líka um launaskrið, verðbólgu o.s.frv. Í því samhengi er gaman að nefna að almenn kaupmáttarþróun síðustu þrjú ár hefur verið um 20% að meðaltali í landinu. Margir hafa fengið meiri aukningu en þetta en aðrir minna. Kennarar hafa t.d. mátt þola 6,5% kaupmáttarrýrnun á sama tímabili og þar af 5,6% bara á síðasta ári. Það er því ljóst að kennarar þurfa að fá u.þ.b. 30% launahækkun bara til að vera með svipuð kjör og þeir voru með 2004. Kjör sem voru það slæm að þeir fóru í 7 vikna verkfall. Hvað ætli þyrfti til að koma kjörum kennara í eðlilegt horf? 50% eða 100%? Varla mikið minna. Ég vona að sveitastjórnarfólk hugsi um þetta.
Daníel (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.